Lögfræðingur - 01.01.1900, Page 25
Hundraðatal á jörðum.
25
fengu menn, þegar Kristinnrjettur Árna biskups var lög-
tekinn 1275 og Jónsbók 12S1.
í Kristinnrjetti Arna biskups var bannað að taka
leigu af dauðu fje og kallað okur. »Svá ok þó at maðr
skili sér leigur fyrir kýrverð, þá gerir bann okr, nema
hann sjái kúna lifandi ok kanni sér til handa eða hans
umboðsmaðr, ok byggi síðan, ef vill.« ‘)
En í Jónsbók er svo sagt í Kaupabálki 15. kap. að
málnytukúgildi megi selja á leigu fyrír 2 fjórðunga smjörs
eða 4 lamba eldi, sem hvort fyrir sig er talið 20 álnir,
þar sem eigi mátti taka hærri leigu eptir geldfjárkúgildi
en 12 álnir, sem var hin forna lögleiga, 10 af hundraði.
Með þessum lögum var sjerstök ástæða orðin til þess
að leigja málnytukúgildi, og þá átti það eigi langt í land,
þangað til ýmsir landeigendur fóru að láta kúgildi fylgja
jörðum sínum.
J>ess var getið, að liðug 30 kúgildi hefðu verið með
jörðum |>ykkvabæjarklausturs samkvæmt máldaga klaust-
ursins frá 1218. Næsti máldagi klaustursins er frá 1340.
J>ar er sagt, að klaustrið eigi 95 kúgildi á leigum.1 2) Að
vísu er eigi tekið fram, að kúgildin sjeu með jörðum
klaustursins, en það getur tæplega verið vafi á því, að
mikill hluti kúgildanna hefur verið svo. Erá líkum tíma
er máldagi Kirkjubæjarklausturs (1343). J>ar segir, að sjeu
»með löndum 63 kúgildi.n3) J>ar erþað sjerstaklega greint
frá því fje, sem staðurinn átti heima og á útibúum eður
1) Kristinnrjettur Áma biskups, 42 (35.). kap. í Ng. gl. Love,
Y. bls. 53.
2) ísl. fornbs. II. bls. 738.
3) S.st. II. bls. 781.