Lögfræðingur - 01.01.1900, Qupperneq 48
48
Páll Briem.
Hundraðatal fornmanna á jörðunum ber, eins og
svo margt í fornum lögum, vott um hagsýni þeirraogvit-
urleik, og þegar nýja jarðamatið er borið saman við forna
matið, þá sýnir það meðal annars, að vjer stöndum þar á
baki forfeðrum vorum.!)
Hundraðatal fornmanna á jörðum var upprunalega
miðað við hið sanna eða sanngjarnlega verð jarða. Sam-
kvæmt tíundarlögunum var mat á jörðum tryggt með eið-
um manna, og þegar menn leigðu jarðir sínar, lá hegn-
ing við því, ef menn mátu jarðirnar dýrra, en að lögum.* 1 2)
En nú er þess að geta, að menn þurftu eigi að tí-
unda fje kirkna, og ef kirkja átti hlut í landi, þá þurfti
að eins að tíunda hinn hluta landsins eða hinn svo kall-
aða kaupahluta. |>ess vegna var það, að menn slepptu
hundraðatali á eign kirkjunnar. En ef kirkjan átti mikl-
ar eignir, þá var kirkjuhlutinn mikils virði fyrir eigandann,
aura, heldur en LXXXIV álnir. það er svo langt frá því,
að auratalan bendi á, að hundruðin sjou' talin í aurum, að
hún hendir þvert á móti stundum eindregið á, að þau sjeu
talin í álnum. þegar segir í sögu Hákonar gamla, að bænd-
ur hjer á landi hafi viljað greiða honum gjald í eitt akipti,
„hjetu sumir bændur CC, sumir C eða XII aura eða minna“
(Fms. X. bls. 113), þá benda aurarnir á, að hundruðin hafi
verið talin í álnum, því að það er allt of mikið haf á milli 3
hundraða álna og 72 álua.
1) I Rangárvallasýslu eru jarðir opt eign margra eigenda,
og því þarf bæði að skipta milli þeirra afgjaldi, roka o. sv. frv.
Ef ætti að fara eptir nýja matinu, þá þyrfti opt að hafa flókinn
rcikning til þess, að finna skiptinguna. Af þessum ástæðum
hefur nýja jarðamatið ekki getað rutt sjerþar til rúms, held-
ur er þar manna á milli miðað við forna matið.
2) Grg. Ib. 140, II. 213.