Lögfræðingur - 01.01.1900, Page 86
86
Páll Briom.
svo að unglingurinn geti með yfirlegu klórað brjef, og svo
í reikningi lítið sem ekkert.
Jeg ímynda mjer, að flestir muni játa, að þetta sje
hreint og beint ósæmilegt fyrir þjóðina.
Hinn belmingur þjóðarinnar lærir allvel að lesa, skrifa
og líklega nokkuð í reikningi, og svo fara örfáir menn á
búnaðarskóla, kvennaskóla og gagnfræðaskóla. pað mætti
segja, að menntunarástandið væri viðunandi, ef börnin
fengu almennt menntun líkt sem þessir örfáu menn. En
það er langt frá því, og þess vegna má með sanni segja,
að börn og unglingar hjer á landi verði eigi menntunar
aðnjótandi, því að það getur í raun rjettri eigi heitið
menntun, þótt börnin læri að lesa, skrifa og reikna dálítið.
J>etta má miklu fremur skoða sem lykla að forðabúri mennt-
unarinnar og sem verkfæri til að ná í menntunina, og
þegar nu við þetta bætist, að verkfærin eru eigi í góðu
lagi hjá mörgum, þá má með sanni kalla slíka menn ó-
menntaða.
Til þess að verða mönnum til gagns og gleði, þurfa
þessi verkfæri að vera góð og liðleg.
Sá maður, sem að eins kann að stauta, hann getur
eigi haft gleði af að lesa, og hann hefur ekki almennilegt
gagn af lestri sínum.
Sá maður, sem getur að eins með yfirlegu klórað brjef,
getur eigi haft verulegt gagn af skript sinni. Hann forð-
pappír og ritfæri eins og heitan eldinn, og hann skrifar
ekkert nema það, sem hann getur tæplega hjá komist.
Sá maður, sem ekki kann vel að reikna, getur ekki búið
til reikninga, svo að í lagi sje. Hann getur ekki haldið
reikning yfir árlegar tekjur og gjöld, haldið búreikninga,
gjört áætlanir o. sv. frv.