Lögfræðingur - 01.01.1900, Blaðsíða 102
102
Páll Briem.
Ef tillagi er efnamaður eða embættismaður, þá kallar
tortryggnin þegar í stað: »Já, já! Hann lætur sig ekki
muna um þetta. Hann hefur ekki mikið hjarta fyrir fá-
tæklingunum, sem varla geta dregið fram lífið.« En ef
tillagi væri einhver ungur menntamaður, þá getur tor-
tryggnin varla ráðið sjer, heldur hrópar á móti honum:
»Sá ætlar að mata krókinn. Hann ætlar auðvitað að út-
vega sjálfum sjer atvinnu, og lifa glöðu lífi á súrum
sveita bændanna.«
J>egar tortryggnin er svo búin að æpa lengi, þá
kemur móðir hennar, hin aldurhnigna vanþekking, fram á
völlinn, og segir: »Bókavitið verður ekki látið í askana.
Menntunin er alveg þýðingarlaus. þ>að getur gengið, eins
og það hefur gengið. Ef það er einhver, sem vill mennta
sig, þá er hann ekkert of góður til þess, að kosta sig til
þes's sjálfur. Bóndi er bústólpi og bú er landstólpi, þess
vegna á að ljetta öllum byrðum af bændum, bæði tíund og
ábúðarskatti, og leggja þær á aðra. Bændur og búalið!
Látið engan eyri af hendi rakna, og heimtið sparsemi í
öllum greinum. Álögurnar ætla alveg að gjöra út af við
ykkur. fjer þolið engar áiögur, og allra síst þolið þjer,
að börnin verði sett í skóla, því að þjer megið ekki missa
þau frá vinnunni.»
Jeg ætla ekki að fara mörgum orðum um þotta, því
að svona talar enginn bókstafiega. En samt sem áður er
ógnar mikill kliður um þessi »drepandi gjöld« hjer á landi,
og þess vegna væri vert að athuga þetta nákvæmlega. *)
1) Hjer á landi er þannig talsverður kurr um eptirlaun, af því
að menn skilja ekki þýðingu þeirra fyrir þjóðfjelagið. Iþessu
efni er öfugstreymi mikið við það,' scm á sjer stað í siðuð-
um löndum.