Lögfræðingur - 01.01.1900, Side 126
12G
Klemens Jónsson.
Auk þess hefur hjeraðsdómarinn þann starfa á hendi
að halda rjettarpróf, þegar glæpir eru drýgðir, og að dæma
í öllum málum manna sem lægsti dómstóll. peir eru einn-
ig lögreglustjórar og skiptaráðendur, þ. e. þoir hafa undir
liöndum og til skipta dánarhú, þrotabú, skipa ómyndug-
um fjárhaldsmenn og hálfveðja mönnum tilsjónarmenn.
J>eir eru og yfirfjárráðendur hver í sínu hjeraði. Enn
fremur hafa þeir fógetavald, og eru uppboðsráðendur, og
að lyktum eru þeir innheimtumenn flestra landssjóðsgjalda
nema afgjalda af fasteignum landsins. Hin beinu gjöld
heimta þeir inn á manntalsþingum, en hin óbeinu gjöld,
svo sem alla tolla og aukatekjur, eptir því sem þessi gjöld
falla til.
Yenjulega dæmir dómarinn einn, en í málum, sem
varða líf og fasteignir manna, útnefnir liann 4 menn búsetta
í lögsagnarumdæminu, til þess að dæma með sjer, og hafa
þeir jafnt dómsatkvæði með honum, og í landamerkjamál-
um útnefnir dómarinn 8 dómsmenn, og ryðja því næst
hvor málsaðila um sig 2 menn úr dómiafþeim, og dæm-
ir svo dómarinn með þeim fjórum, sem eptir eru, og hafa
þeir allir jafnt dómsatkvæði.
Yið sjerhvert rjettarhald, sem dómari heldur án með-
dómsmanna, skulu vera tveir rjettarvottar; dómarinn
tiltekur þá sjálfur, en eigi mega þeir vera vilhallir; vott-
arnir eiga að gefa nákvæmar gætur að því, sem fram fer
í rjettinum, og að það sje rjett bókað, og undirskrifa í
lok hvers rjettarhalds þingbókina til staðfestingar. A
manntalsþingum eiga að vera við 4 rjettarvottar, þeir fá
enga borgun, en annars fá rjettarvottar venjulega 50 aura
fyrir hvert rjettarhald hvor um sig.
Sá, sem er óánægður með hjeraðsdóm, getur áfrýjað