Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2014, Side 12

Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2014, Side 12
Einar Trausti Einarsson, Einar Guðmundsson, Gylfi Jón Gylfason og Þorlákur Karlsson Fyrsta og jafnframt mikilvægasta áskorun sem hvert barn stendur frammi fyrir við upphaf skólagöngu er að læra að lesa. Flest börn ná tökum á lestri án teljandi vandræða en önnur eiga í miklum erfið- leikum með að ná grundvallarfærni í lestri. Almennt benda niðurstöður rann- sókna til þess að um 4% til 9% fólks glími við mikla lestrarerfiðleika (sjá yfirlit í Moll, Kunze, Neuhoff, Bruder og Schulte-Körne, 2014; Peterson og Pennington, 2012). Fyrir rúmum tuttugu árum bentu rannsóknir á íslenskum börnum til þess að eitt af hverjum tíu börnum í fjórða bekk ætti í verulegum örðugleikum með skilning á því sem þau læsu eða skorti lestrartækni sem þyrfti til lesskilnings (Elley, 1992; Sigríður Þ. Valgeirsdóttir, 1993). Nýlegri rannsóknir á lestrarfærni íslenskra grunn- skólanema benda til þess að lestrarvandi barna hafi ekki minnkað hérlendis (Mullis, Martin, Gonzales og Kennedy, 2003). Flestar rannsóknir hafa bent til þess að lestrarerfiðleikar séu algengari á meðal drengja en stúlkna (Miles, Haslum og Wheeler, 1998; Phillips, Norris, Osmond og Maynard, 2002; Rutter o.fl., 2004). Þó hafa nýlega komið fram rannsóknir sem benda til þess að kynjamunur sé minni en áður var talið (Berninger, Nielsen, Abbott, Wijsman og Raskind, 2008; Jiménez o.fl., 2009; Peterson og Pennington, 2012; Share og Silva, 2003). Langtímarannsóknir, bæði framvirkar (e. prospective) og afturvirkar (e. retro- spective), gefa til kynna að lestrarerfið- leikar verði þrálátir ef börn fá ekki við- eigandi aðstoð snemma (Moats, 1998). Al- mennt er talið að börn sem dragast aftur úr í lestri þurfi stuðning eða íhlutun til þess að verða læs eða ná aldurssvarandi færni í lestri. Án stuðnings má gera ráð fyrir að stór hluti barna með slaka lestrarfærni í upphafi grunnskóla komi ekki til með að ná aldurssvarandi lestrarfæmi. Skjót afskipti eru því mikilvæg fyrir börn með lestrarerfiðleika, sérstaklega í ljósi þess að horfur em góðar ef þau fá viðeigandi að- stoð (Torgesen, 2000; Torgesen, o.fl., 1999). Skimun Markviss viðbrögð við hvers konar náms- vanda barna krefjast þess að hægt sé að afmarka þann hóp nemenda sem þarfnast aðstoðar. Hægt er að bregðast við vand- anum eftir tveimur ólíkum leiðum. Ann- ars vegar er hægt að bregðast við honum þegar hann er öllum sýnilegur og farinn að valda barninu erfiðleikum. Hins vegar er hægt að skilgreina hóp nemenda sem eiga á hættu tiltekinn námsvanda og bregðast við áður en vandinn er kominn á alvarlegt stig (Einar Guðmundsson, 1999). Til að hægt sé að réttlæta notkun skim- unarprófs í leit að lestrarvanda bama þurfa að liggja fyrir upplýsingar um gagn- semi þess. Mikilvægast er að vita hversu vel skimunarprófið greinir börn sem eru í lestrarvanda frá öðrum sem eru það ekki. Þannig er hægt að stuðla að skilvirkni í skimun og taka upplýsta ákvörðun um það hvernig hægt sé að bregðast við niður- stöðu skimunarprófsins Qenkins, Hudson og Johnson, 2007). Skimunarpróf í lestri taka yfirleitt stutt- an tíma í fyrirlögn og notkun þeirra er ódýr samanborið við greiningarpróf. Inntak 10
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136

x

Tímarit um menntarannsóknir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.