Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2014, Qupperneq 23

Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2014, Qupperneq 23
Skilvirkni Logos í lestrarskimun því að mynda hóp með þeim nemendum sem standa einna verst í lestri (flokkast í áhættuhóp) og gagnast stuðningskennsla í lestri. Kennslan gæti verið liður í því að stuðla að framförum í lestri, en jafnframt til þess að kynnast erfiðleikum þessa hóps betur og átta sig á hvernig best verði staðið að stuðningi við hann. Þar með væri hægt að finna þá sem eiga í alvarlegum vanda og vísa þeim í ítarlega greiningu. Með þessu verklagi er skimunin í tveimur þrepum og seinna þrepið fólgið í lestrar- þjálfun. Kostnaðurinn við þessa aðferð er sá að hluti barna sem fer í þjálfun þarf ekki á henni að halda en myndi þó eflaust hafa gagn af henni. Annmarkinn við þessa leið er auðvitað sá að fjármunum er varið í þjálfun þeirra sem ekki þurfa á henni að halda. Einnig er nauðsynlegt að hafa í huga að samræmt könnunarpróf í íslensku er notað til að skilgreina lestrarvanda í rannsókn- inni. Þó líklegt sé að þessi leið við að skil- greina lestrarvanda sé viðunandi er ljóst að betra er að nota greinandi lestrarpróf í þessu skyni. Möguleikar hérlendis eru enn takmarkaðir til að gera þetta vegna skorts á stöðluðum greinandi lestrarprófum. Þó svo að fjöldi barna sem voru skil- greind í áhættu í rannsókninni sé sambæri- legur því sem við mátti búast, bæði þegar litið er til dreifingar einkunna í samræmd- um könnunarprófum og þegar byggt er á niðurstöðum rannsókna á tíðni lestrar- vanda (Moll o.fl., 2014; Peterson og Penn- ington, 2012; Shaywitz, 2013), er ekki hægt að greina með fullri vissu hvort þau börn sem flokkuðust í áhættuhóp í rannsókn- inni séu í raun í lestrarvanda. Inntak próf- anna og samræmi í áherslum getur verið ólíkt, þó að bæði prófin meti þætti sem eru nátengdir lestrarfærni. Til að mynda var aðeins miðlungs sterkt samband á milli árangurs nemenda í lesskilningi mældum með Logos og lesskilningi mældum með samræmdum könnunarprófum. Loks má nefna að ekki var fyrirfram ákveðið í hvaða röð ætti að prófa nemendur í prófhlutum Logos, auk þess sem ekki var haldið utan um röð prófhluta í hvert sinn. Því er ekki mögulegt að útiloka að röð prófunar hafi haft áhrif á niðurstöður rannsóknarinnar. Mikilvægt er að halda áfram að þróa Logos í skimun fyrir lestrarvanda og finna leiðir til að auka gagnsemi leitarinnar. Til að mynda er ástæða til þess að kanna hvort nota megi aðrar aðferðir sem meta lestrarfærni samhliða Logos, til þess að auka gagnsemi leitarinnar. Faglegt mat kennara er einn þeirra þátta sem gæti stutt við skimun með Logos og aukið gagnsemi leitarinnar. Með því að virkja reynslu og þekkingu kennaranna væri hægt að meta nánar þann hóp nemenda sem flokkast í áhættu og takmarka þar með kostnað af leitinni. Einnig væri vert að athuga hvort nota mætti Logos samhliða þeim lestrar- skimunarprófum sem nú eru notuð í skól- um landsins til að auka gagnsemi leitarinn- ar. Þá væri vert að kanna hvort gagnsemi Logos í skimun fyrir lestrarvanda sé meiri meðal yngri barna en eldri. Loks þyrfti að endurtaka rannsóknina meðal fleiri barna úr öðrum skólum til að auka alhæfingar- gildi niðurstaðna, þar sem mælingar á greiningarprófi í lestri væru notaðar til að skilgreina lestrarerfiðleika. 21
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136

x

Tímarit um menntarannsóknir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.