Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2014, Side 33

Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2014, Side 33
Þaö sem barni er fyrir bestu. Ögrandi viðfangsefni? Spurningar tengdar Barnasáttmála Sameinuöu þjóðanna í mótun þessa veruleika. Heimur barna og unglinga, eins og þau skilja hann, er hér þungamiðja (Halloway og Valentine, 2003). Hvað merkir það að vera þátttakandi? Hinir fullorðnu verða að koma því til leiðar að börn fái að tjá sig, að hlustað sé á þau, án tillits til bakgrunns, kyns eða ald- urs (sjá nánar 2. og 12. grein). Að vinna að auknum réttindum barna og hlusta á þau á ekki einungis að felast í því að láta þau velja milli ýmissa uppsettra möguleika eða leyfa þeim af og til að ákveða eitthvað sjálf. Það snýst um að leggja sig eftir við- horfum þeirra og finna leiðir og vettvang fyrir börnin til að vera virkir þátttakendur Qohansson, 2009; Jóhanna Einarsdóttir og Bryndís Garðarsdóttir, 2008, 2012). Kjarn- inn í virku lýðræði er samskipti og virðing, þ.e.a.s. að reyna að skilja aðrar manneskjur og vinna með þeim (sjá m.a. Gustafsson, 2011 og Höllu Jónsdóttur, 2010). Pólski barnalæknirinn og uppeldisfræðingurinn Janusz Korczak (1887-1942), einn af frum- kvöðlum Barnasáttmálans, setur sína sýn á manninn fram á eftirfarandi hátt: „Þegar við höfum þroska til að virða og treysta börnum, þegar þau treysta hinum full- orðnu og tjá sig um eigin réttindi, mun árekstrum fækka og mistökin verða færri" (Korczak, 2003, bls. 43). Hugsunin hér að baki er að börn eigi að vera virkari þátttakendur og hafa úr að velja ólíkum leiðum og möguleikum til að hafa áhrif á aðstæður sínar. Bernska barna er breytileg og þeir fullorðnu geta ekki vitað fyrirfram hvernig barn leitar réttar síns. í lýðræðislegu ferli eru allir þátt- takendur og sameiginlega koma þeir sér saman um viðunandi niðurstöðu. Aldur er ekki lengur afgerandi þáttur þegar skapa á aðstæður fyrir einstaklinga til að hafa áhrif á lífsskilyrði sín. Það er ekki réttlætanlegt að þvinga eða skylda barn til þátttöku í starfi sem það er mótfallið. Hins vegar er hætta á að hinir fullorðnu setji af stað verkefni þar sem þeir vænta þátttöku bama á forsendum hinna fullorðnu. I þessu sambandi er mikilvægt að hafa í huga að sú lýðræðishefð sem hefur haft mótandi áhrif á lýðræðishug- myndir íslensku námskrárinnar grund- vallast á réttindum einstaklingsins. Þar er undirstrikað að forsendur lýðræðis séu mannréttindi, jafnréttindi, samábyrgð og virkni borgaranna (Aðalnámskrá grunn- skóla, 2011). Uppeldislegar mótsagnir Immanuel Kant (1724-1804) var undir miklum áhrifum frá Rousseau þegar hann skrifaði um uppeldismál. Krafa Kants var að uppeldi og menntun skyldi taka mið af sjálfræði mannsins sem byggðist á skyn- semi hans. Kant talar um ákveðin vanda- mál í uppeldi þegar samræma þurfi kröfur laganna/reglnanna og hæfni barnsins til að nýta sér eigið frelsi (Kant, 2007, bls. 20- 21). Hann heldur því einnig fram að hæfí- leikinn til að hugsa frjálst sé fyrst og fremst undir menntun kominn (Kant, 2007, bls. 15). Aðeins fyrir tilstilli uppeldis verði manneskjan mennsk, þ.e.a.s. skynsöm og sjálfstæð vera. Siðferðileg menntun er því möguleg þar sem barnið er manneskja sem lærir að greina muninn á réttu og röngu. Kant hélt því einnig fram að aðeins mað-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136

x

Tímarit um menntarannsóknir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.