Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2014, Page 34

Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2014, Page 34
Gunnar E. Finnbogason og Halla Jónsdóttir urinn gæti orðið sjálfráða þar sem hann gæti sett sér siðferðilegar reglur. Þetta aðgreindi manninn frá dýrinu sem aldrei gæti orðið sjálfráða (Kant, 2007, bls. 7-9). í bók sinni Úber Pedagogik fjallar Kant um hina uppeldislegu mótsögn (e. the peda- gogical paradox). Þessi mótsögn snýst um sjálfræði barna og um leið þörf þeirra fyrir umhyggju og leiðsögn (Biesta, 2007; Lövlie, 2007). Mikilvæg spurning í þessu samhengi er: Hvernig geta böm verið sjálfráða þegar við vitum að um leið þurfa þau á umhyggju og leiðsögn að halda? Kant bendir á ákveðnar lausnir á vand- anum þegar hann hvetur foreldra til að leiðbeina börnum sínum en varast að gera þau að andlegum þrælum, að setja reglur en skerða ekki um leið frjálsa dómgreind þeirra (Kant, 2007, bls. 20-21). Menntunar- hugmyndir Kants grundvölluðust á því að í allri kennslu ætti að bera virðingu fyrir barninu og frelsi þess. Þessi áhersla Kants á sjálfræði barnsins hefur verið gagnrýnd. Bent hefur verið á að skilningur Kants sé of sértækur (abstrakt). Aðrir telja að sjálf- ræðishugtakið sé of óljóst, þ.e.a.s. að það sé hvorki dygð né leikni og sé því eins og draugur í kennslustofunni (Ástríður Stef- ánsdóttir, 2012; Lövlie, 2007). Það sem barninu er fyrir bestu í ákvæðinu um að hafa skuli að leiðar- ljósi það sem barni sé fyrir bestu (3. grein) segir orðrétt: „Það sem barni er fyrir bestu skal ávallt hafa forgang þegar félags- málastofnanir á vegum hins opinbera eða einkaaðila, dómstólar, stjórnvöld eða lög- gjafarstofnanir gera ráðstafanir sem varða börn." Á öðmm stöðum í sáttmálanum er þetta ákvæði enn frekar undirstrikað en í ólíku samhengi. í 9. grein er fjallað um böm, sem ekki búa með báðum foreldrum sínum, og rétt þeirra til að vera í persónu- legu sambandi við báða foreldra sína, ef það er þeim fyrir bestu. Haugli (2012) bendir á að ákvæðið um að það sem barni sé fyrir bestu skuli ávallt hafa forgang í málum er varða það sérstaklega (3. grein) sé ein af gmndvall- arstoðum Bamasáttmálans. Hún bendir einnig á að taka skuli mið af þessu ákvæði við túlkun á öðmm ákvæðum sáttmálans og að þetta ákvæði eigi að vera leiðbein- andi þegar hagsmunir takast á. Því það getur oft verið erfitt að finna gott jafn- vægi milli þess að standa vörð um réttindi barnsins og þeirrar skyldu að vernda það. Við beitingu á þessu ákvæði þarf að ganga út frá þörfum og forsendum hvers barns fyrir sig. Það sem er best fyrir eitt barn þarf ekki að gilda um annað barn. Það segir sig sjálft að ef þetta ákvæði á að gilda fyrir öll börn, á öllum aldri, með ólíkan bak- grunn, þarf að túlka ákvæðið og taka mið af ólíkum aðstæðum. Við túlkun á ákvæð- inu þarf að ganga út frá þeim gildum sem það gmndvallast á, virðingu fyrir mann- gildi og mannhelgi barnsins (Bartley, 2001; Rubenson, 2009). í sálfræðinni er gerður greinarmunur á grundvallarþörfum barns og öðmm mikil- vægum þörfum þess (Gustafsson, 1989; 2011; Sommer, 2010). Það er mikilvæg forsenda þess að barn þroskist eðlilega að þessar þarfir séu uppfylltar en verði misbrestur á þessu getur barnið hlotið skaða af. Bam hefur gmndvallarþörf fyrir umhyggju, vernd og stöðugt og varanlegt samband við fjölskyldu sína. Auk þess 32
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136

x

Tímarit um menntarannsóknir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.