Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2014, Page 46

Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2014, Page 46
Brynjar Ólafsson, Gísli Þorsteinsson og Ossi Autio bundnum þætti í alþýðumenntun bæði í Finnlandi og Svíþjóð og breiddust út um víða veröld. Þeir hófu að kenna uppeldis- miðað handverk í Finnlandi á sjötta áratug 19. aldar og lögðu áherslu á kosti þess að smíða hluti í skólaumhverfi þar sem form- legum kennsluaðferðum var beitt (Kant- ola o.fl., 1999). Þessar áherslur voru svo kynntar víða um heim af þúsundum kenn- ara sem sóttu námskeið í skóla Salomons í sunnanverðri Svíþjóð (Alamáki, 1999). Uppeldismiðuð smíði eða slöjd hafði afgerandi áhrif á upphafsþróun iðn- og tæknimenntunar í mörgum löndum, þar á meðal á íslandi (Bennett, 1926). Uppeldis- miðuð smíðakennsla var kynnt á íslandi um 1898 af fyrsta fræðslustjóra lands- ins, Jóni Þórarinssyni. Hún varð síðan þáttur í lögbundinni alþýðumenntun í byrjun 20. aldar (Brynjar Ólafsson, 2008). Þróun námskráa í hönnun og smíði í Finnlandi Finnski menntafrömuðurinn Uno Cygna- eus (1810-1888) stofnaði alþýðuskólana í Finnlandi árið 1866 (Kananoja, 1989). Á þessum tíma kynnti Cygnaeus einnig upp- eldismiðaðar handmenntir sem skyldu- námsgrein til þess að efla menntunarstigið í landinu (Jón Þórarinsson, 1891). Árið 1866 urðu Finnar fyrstir til þess að gera uppeldismiðaðar handmenntir (kallaðar slöjd í Skandinavíu) að skyldunámsgrein (Kantola, 1997). Cygnaeus gerði skýran greinarmun á handmenntum og verklegri vinnu (Kan- anoja, 1989). Hann krafðist þess að hand- menntir væru kenndar af menntuðum kennurum frekar en smiðum, þar sem smiðir skildu ekki uppeldislegt gildi hand- verksmiðaðs náms (Bennett, 1937). En því miður tileinkaði skólakerfið sér ekki hugmyndafræði Cygneusar í Finnlandi. í skýrslu menntayfirvalda frá árinu 1912 voru markmið handmenntakennslu byggð á hugmyndum Mikaels Soininen sem var þeirrar skoðunar að handmenntir ættu að vera byggðar á almennum færnimark- miðum tengdum verklegri vinnu. Þessi markmið voru ríkjandi allt fram á áttunda áratug síðustu aldar (Anttila, 1983). Iðnbyltingin í Finnlandi átti sér stað á árunum 1920-1960 og á sama tíma var farið að leggja áherslu á atvinnulífstengda færni í námskránni (Kananoja, 1989). Ekki var þó lögð mikil áhersla á almennan þroska nemenda og ánægju þeirra. Sú stefna að mæta þörfum atvinnulífsins entist þó ekki lengi. í skýrslu frá mennta- yfirvöldum árið 1970 var því haldið fram að verkleg kennsla væri orðin gamaldags og undir áhrifum frá sænska slöjd-líkan- inu. Menntayfirvöld ákváðu því að fella handmenntir inn í námskrá í listum. Um þetta leyti fóru menntayfirvöld einnig að leggja aukna áherslu á jafnræði kynjanna. Talið var að handmenntir þroskuðu færni sem nýttist báðum kynjum í daglegu lífi. Á þessum tíma var handmenntum skipt í tæknimennt og textílmennt og mælt var með því að tímunum sem þessar greinar fengju yrði fækkað umtalsvert. Þessi fækk- un varð þó ekki að veruleika vegna mikilla mótmæla frá félagi handmenntakennara (Kananoja, 1989). Tæknimennt var fyrst kynnt til sög- unnar í aðalnámskrá Finnlands árið 1985 (Framework Curriculum Guidelines, 1985). Þrátt fyrir það voru raunveruleg 44
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136

x

Tímarit um menntarannsóknir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.