Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2014, Page 47

Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2014, Page 47
Viðhorf grunnskólanemenda á Islandi og I Finnlandi til tækni og námsgreinarinnar hönnunar og smíði áhrif hennar á handmenntakennslu lítil. Verkleg kunnátta var enn talin mjög mikil- væg og notkun rafmagns og verkfræði var tekin inn í námsgreinina. Menntayfirvöld vildu þróa tæknimenntaáhersluna frekar en það reyndist þó erfitt að koma á breyt- ingum, einkum vegna þess að haft var að leiðarljósi við breytingu á námsgreininni að halda í finnskar handverkshefðir og styðja jafnrétti. í námskrá fyrir handmenntir sem út kom árið 1994 var staðhæft að tæknimennt væri mikilvægur þáttur nútímasamfélags í Finnlandi (Framework Curriculum Gui- delines, 1994). Sjálfbær þróun var einnig kynnt til sögunnar. En þrátt fyrir það var tæknimennt ekki komið á fót sem sér- stakri námsgrein og ekki var lögð áhersla á tæknimennt innan handmennta. Þó var lögð áhersla á tæknilæsi nemenda til þess að stuðla að aðlögun þeirra að breyttu samfélagi og gera þeim kleift að taka þátt í tæknilegri þróun í finnsku samfélagi. Það var staðhæft að slíkt væri bæði drengjum og stúlkum í hag. í kringum árið 2001 áttu sér stað viðræð- ur á milli menntayfirvalda og talsmanna atvinnulífsins um mikilvægi þess að inn- leiða tæknimennt sem þátt í almennri menntun í Finnlandi. Því miður var ekki tekið tillit til þessara óska þegar námskrá- in sem út kom árið 2004 var skrifuð (Fram- ework Curriculum Guidelines, 2004). Þar var einungis stuttlega minnst á tækni- mennt í kaflanum um handmenntir. Litlar breytingar voru gerðar frá fyrri námskrá. Fjallað var um mikilvægi þess að þjálfa handlagni og að nemendur tækju þátt í hönnunarferli frá hugmynd til afurðar í samræmi við áherslur menntayfirvalda frá árinu 1970. Tæknimenntaáherslan var hins vegar kynnt sem hluti af sérstöku þverfag- legu þema sem kallað var einstaklingurinn og tæknin. Þar að auki var lögð áhersla á per- sónuleikaþroska nemenda og sjálfstraust. Þróun námskráa í námsgreininni hönnun og smíði á íslandi Fyrstu talsmenn handmennta hér á landi kynntu hugmyndir sínar fyrir fslending- um um aldamótin 1900. Á þessum tíma var mikið rætt um menntun og hvaða fyrir- komulag hentaði best á íslandi. Fyrstu lög um fræðslu barna voru síðan samþykkt á Alþingi árið 1907 (Lög um fræðslu barna nr. 59/1907). En þrátt fyrir þátttöku tals- manna handmennta í samningu fræðslu- laganna var ekkert minnst á handmenntir. Skortur á aðstöðu og lítill áhugi alþingis- manna hefur sennilega haft sín áhrif. Fyrsta námskráin kom út árið 1929 og voru böm í þéttbýli skólaskyld í sjö ár en dreifbýlisbörn í fjögur ár. Skylt var þá að kenna teikningu, en ekkert var minnst á kennslu í handmenntum (Helgi Elíasson, 1944). Það var ekki fyrr en með lögum um fræðslu bama frá árinu 1936 að skylt var að veita börnum „nokkra tilsögn í hand- iðju" (Lög um fræðslu barna nr. 94/1936), eins og handmenntagreinarnar voru þá kallaðar. Þótt handavinna hafi ekki orðið skyldu- námsgrein fyrr en árið 1936 hafði kennsla í hannyrðum og smíðum víða hafist, ekki síst fyrir áhrif kvennaskólanna og félaga- samtaka kvenna (Ólafur Rastrick, 2008). Ekki var inntak námsins þó skilgreint frekar. Árið 1948 voru gefin út drög að námskrám fyrir barna- og gagnfræðaskóla
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136

x

Tímarit um menntarannsóknir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.