Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2014, Síða 66

Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2014, Síða 66
Sigríóur Halldórsdóttir stakra kennara. Með slíkri áherslu er hætta á því að háskólakennarinn sjálfur gleym- ist. Að hverju er stefnt með háskólakennslu? Guðrún Geirsdóttir (2006) bendir á að hina faguppeldislegu orðræðu megi flokka annars vegar sem mótandi orðræðu sem feli í sér siði, venjur og hefðir sem ríkja um viðkomandi grein og kennslu hennar en einnig fræðandi orðræðu sem taki til þess hvers konar leikni og færni er mikilvægt að nemar tileinki sér. Eins og flestir fræði- menn á þessu sviði leggur Gvaramadze (2008) áherslu á mikilvægi háskólanem- ans í gæðum sem umbreytingu. Að hans mati á háskólamenntun að styrkja nema og efla þá sem gagnrýna og ígrundandi einstaklinga sem halda áfram að bæta við sig þekkingu eftir útskrift. Að efla (e. empower) þýðir í þessu samhengi „að gefa nemum vald til að hafa áhrif á um- breytingu sína" (Gvaramadze, 2008, bls. 446). Umbreyting er nauðsynleg svo há- skólaneminn eflist í gagnrýninni og skap- andi hugsun, geti notað sjálfsstyrkingu og gagnrýna ígrundun þegar við á, öðlist heilbrigt sjálfstraust og sé framsækinn. í þessari umbreytingu sem stefnt er að, t.d. þegar stúdent verður kennari, hjúkrunar- fræðingur eða læknir, er ljóst að þekking ein og sér nægir ekki. í slíkum tilvikum er stefnt að ákveðinni umbreytingu á sjálf- inu og þá einkum að tileinka sér ákveðin viðhorf (Dall'Alba, 2005). Því miður horfa þó of margir háskólakennarar fyrst og fremst á innihald kennslunnar (hafa það sem á ensku er kallað „content oriented conceptions of teaching") og veigra sér við að tileinka sér kennsluaðferðir þar sem neminn er virkari þótt rannsóknir bendi til þess að slíkar kennsluaðferðir séu að jafn- aði mun árangursríkari (Kember, 2009). Slíkir háskólakennarar eiga þar með á hættu að umbreytingin á nemunum eigi sér ekki stað (Harvey og Knight, 1996) og geta hæglega fallið í þá gryfju að ýkja eigin þekkingu og þekkingarleysi nemans (Gar- dner, 1994). Mikilvægi námsreynslu nemans og hlutverk kennarans Margir hafa bent á að umræða um mikil- vægi kennslu hafi vikið fyrir umræðu um mikilvægi námsreynslu nemans og hlutverk kennarans hafi breyst úr því að vera uppfræðari í að vera leiðbeinandi og sá eða sú sem auðveldar nám eða er milligöngumaður milli nema og náms (Gordon og Fittler, 2004; Schuck, Gordon og Buchanan, 2008). Andersen o.fl. (2009) benda réttilega á að til að auðvelda nám þurfi háskólakennarar að velja viðeigandi stuðning við nemendur. Efling og um- breyting nema og það að auðvelda þeim námið er markmið gæðakennslu og hlut- verk kennarans ætti að vera ljóst í því samhengi. Hins vegar minnir Korthagen (2004) okkur á hversu margbrotin kennsla er og vitnar í viturleg orð Hamascheks (1999) „meðvitað kennum við það sem við vitum; ómeðvitað kennum við það sem við erum (bls. 209)." í samræmi við þessa visku er í kenningunni sem hér er kynnt leitast við að ígrunda hvernig persónur góðir háskólakennarar eru og hvaða per- 64
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136

x

Tímarit um menntarannsóknir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.