Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2014, Side 67

Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2014, Side 67
Hvaða eiginleika og færni þurfa góðir háskólakennarar að hafa? sónulega eiginleika og faglega fæmi þeir hafa. Að mati Korthagen (2004) fer það fram hjá mörgum hversu flókið það er að vera góður kennari. Eru góðir kennarar mikilvægir og þá afhverju ? Allt frá því að Keller skrifaði grein sína „Good-buy teacher" í tímaritið Journal of Applied Behavior Analysis árið 1968 hefur mikið verið rætt um áhrif kennara á nema á öllum skólastigum. Schuck o.fl. (2008) hafa bent á að góð kennsla sem lykilþáttur í efl- ingu náms hafi í gegnum árin ýmist verið inni eða úti í umræðunni um nám. Kember (2009) telur að við verðum að skipta yfir í nemendamiðaðri kennslu og ítrekar mikil- vægi góðra háskólakennara fyrir gæði í háskólanámi og umbreytingu háskóla- nema. Slíkir kennarar efli háskólanema í því að þróa með sér gagnrýna og skapandi hugsun, svo og hæfni og fæmi sem nýtist þeim við ýmsar aðstæður. Jafnframt auð- veldi slíkir kennarar háskólanemum að ná námsmarkmiðum. Fjölmargar rannsóknir hafa staðfest að góður kennari skiptir sköpum varðandi námsárangur nema, á öllum skólastigum. Það sem einkum virðist skipta máli er þekking kennara og færni; umhyggja þeirra, ábyrgð, sanngirni, heiðarleiki, réttlætiskennd og virðing; að þeir hafi áhuga á námsefninu og kunni að efla innri áhugahvöt nema og að örva þá til dáða; og síðast en ekki síst, kunni að skapa jákvæð og eflandi tengsl við nem- endur (Anderson o.fl., 2004; Bingham, 2006; Collinson, Killeavy, og Stephenson, 1999; Patrick og Smart, 1998; Polk, 2006; Stronge, 2002; Teven, 2001). Holliday (2005) telur að tengsl við nema þurfi að koma fyrst, kennslan eigi að koma í kjölfar tengslamyndunarinnar. Merkilegt er að rannsóknir benda til þess að jákvæð tengsl við nemendur skipti kennara einnig miklu máli (Mok, 2005). Rannsóknir benda enn- fremur til þess að kennarar sem hafa þá skýru sýn á kennslu að hlutverk kennarans sé fyrst og fremst að gera nám mögulegt nái betri árangri í starfi sínu en þeir sem hafa ekki þá sýn (Booth og Anderberg, 2005; Ramsden, 2008; Trigwell, Martin, Benjamin og Prosser, 2000). Hvaða persónulega eiginleika þarf góður háskólakennari að hafa? Að vera sjálfsgagnrýnin/n er hluti af því að vera góður kennari (Cambone, 1990) og nýsköpun er mikilvæg á flestum sviðum. Við verðum að skilja okkur sjálf ef við eigum að skilja aðra (Moss, 2005). Veröldin þarfnast fólks sem getur tengt saman þekkingu sína, skilning og færni á skapandi hátt til að koma auga á og leysa flókin vandamál (Jackson, 2006). Áhersla á nýsköpun er mikilvæg í öllu námi, ekki síst í háskólanámi þar sem verið er að búa nema undir að starfa í heimi sem verður sífellt flóknari; heimi sem krefst þess að fólk noti skapandi hugsun ekki síður en greinandi hugsun (Jackson, 2006). Samkvæmt Kristjáni Kristjánssyni (2006) hefur persóna með tilfinninga- greind öðlast sjálfsþekkingu og er skap- andi, frumleg og ákveðin. Hann bendir á að Goleman (1995) hefur með umfjöllun um tilfinningagreind opnað fyrir umfjöll- un um sjálfið; að vera opin/n fyrir sjálfri/ 65
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136

x

Tímarit um menntarannsóknir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.