Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2014, Side 87

Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2014, Side 87
Gæði og gagnsemi náms í tómstunda- og félagsmálafræði stunda- og félagsmálafræði við Háskóla íslands. Ekki er lögð áhersla á að skoða mun innan hópsins, t.d. mun eftir kynjum eða aldri, heldur er fyrst og fremst litið til viðhorfa hópsins sem einnar heildar. Töl- fræðin er því að mestu lýsandi. Mikilvægi fræðasviðsins Tómstunda- og félagsmálafræði er fræða- svið við Háskóla íslands og er tilkomið vegna þarfa samfélagsins fyrir menntaða einstaklinga á þessu sviði. Námið í tóm- stunda- og félagsmálafræði er einkum ætl- að þeim sem hafa áhuga á að starfa á vett- vangi frítímans. Starfsvettvangurinn er víðtækur, má þar nefna félagsmiðstöðvar, frístundaheimili, ungmennahús, íþrótta- félög, grunnskóla, leikskóla, þjónustu- miðstöðvar aldraðra, starf með fötluðum, unglingadeildir björgunarsveita, skátafé- lög, trúfélög, fyrirtæki, skrifstofur íþrótta- og tómstundamála og svona mætti áfram telja. Nám í tómstundafræði til 180 eininga er þriggja ára staðnám eða fjarnám. í nám- inu er lögð rík áhersla á tengingu fræða og starfsvettvangs (Kennsluskrá Háskóla ís- lands, 2013). Meginviðfangsefni tómstunda- og félagsmálafræða er frítíminn en það er sá tími sem við, samkvæmt rannsókn Weis- koph frá árinu 1982, eyðum hlutfallslega mestum vökutíma okkar í. Samkvæmt rannsókninni ver hver manneskja, miðað við 70 ára lífaldur, að meðaltali 27 árum í frítíma, en einungis 4,33 árum er varið í formlega menntun og 7,33 árum til starfs (Leitner og Leitner, 2012). Þess ber að geta að við þessa útreikninga er hver dagur 24 tímar og átta tíma vinnudagur því 1/3 úr einum degi. Ef unnið er átta tíma á dag í ti'u mánuði á ári þarf því að vinna í rúm 35 ár til að ná upp í þessi 7,33 ár sem meðal- maðurinn ver til starfs. Ýmsir hafa gagn- rýnt þessar tölur og var rannsóknin því endurtekin, en miðað var við aldurinn 18 til 78 ára. Voru niðurstöður í raun þær sömu (Leitner og Leitner, 2012). Ljóst má því vera að frítíminn er snar þáttur í lífi einstaklinga og hvernig þessum tíma er varið getur skipt miklu máli fyrir líf hvers og eins og samfélagið í heild. Því er gott að margir verja frítíma sínum á jákvæðan hátt en þó eru sumir sem eyða honum á neikvæðan og jafnvel ólöglegan hátt, t.d. í ofbeldi og glæpi. Aðrir lifa jafnvel óheil- brigðu lífi; drekka áfengi í of miklu magni, hreyfa sig lítið eða eru félagslega einangr- aðir, svo eitthvað sé nefnt. Að nota frítíma sinn á jákvæðan og uppbyggjandi hátt er því ekki meðfæddur hæfileiki og margir þurfa aðstoð við það (Leitner og Leitner, 2012; Ruskin og Sivan, 2002). Tómstunda- og félagsmálafræðingar eru menntaðir til að veita slíka aðstoð og ættu að geta stuðlað að þeim ávinningi sem þátttaka í uppbyggilegum tómstundum getur veitt. Sá ávinningur er til að mynda að faglegt tómstundastarf getur aukið lífsgæði og vellíðan og bætt andlega og líkamlega heilsu (Best, 2010; Leitner og Leitner, 2012; Pressman o.fl., 2009; Siegenthaler, 1997; Silverstein og Parker, 2002), þar á meðal unnið gegn þunglyndi, kvíða (Ponde og Santana, 2000) og alvarlegum afleiðingum hreyfingarleysis (Albrechtsen, 2001). Þá hefur þátttaka í tómstundastarfi skýrt forvarnargildi (Ásta Möller o.fl., 2003; Mahoney, 2000), hefur jákvæð áhrif á námsárangur (Broh, 2002; Fletcher o.fl,
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136

x

Tímarit um menntarannsóknir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.