Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2014, Side 115

Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2014, Side 115
Viðhorf til samþættingar skóla- og frístundastarfs í fjölmenningarskóla Dóra gerir það stundum líka. Kristfn: Róbert Ieyfir okkur stundum að leika (Úr viðtali við Kristfnu og Ramon úr 2. bekk). Hér má glöggt sjá að börnin átta sig vel á ólíkum hlutverkum kennara annars veg- ar og frístundaleiðbeinenda hins vegar. Annað barn sagði að börnin fengju aðstoð hjá kennara við kennaraborðið, en að frí- stundaleiðbeinandinn kæmi til barnanna. Börnin höfðu mikinn áhuga á að sýna okkur skólann allan, og sérstaklega bóka- safnið og fþróttahúsið, og vildu fleiri börn taka þátt í viðtölunum en við gátum boðið í þetta sinn. Frístundaheimilið Vinafell Frístundaheimilið var í kjallara skólans þar sem starfsemin hafði til umráða tvö nokk- uð stór aðliggjandi rými, sem búið var að hólfa í nokkur leiksvæði og listasmiðju. í anddyrinu á Vinafelli var tafla yfir frí- tímaval barnanna þar sem þau sóttu litla mynd af sér (andlitsmynd) og settu hana á val sitt fyrir frístundina þann daginn. Myndir af öllum frístundaleiðbeinendum í Vinafelli voru á vegg frammi á gangi við fatahengin. Þær voru ofarlega á veggnum þannig að börnin þurftu að teygja sig upp til að sjá myndirnar. í frístundastarfinu var einnig boðið upp á fleiri svæði, svo sem íþróttasal, bókasafn, útisvæði og inni- leikjasal. Þegar börnin voru spurð hvað þeim þætti skemmtilegast að gera í frístundinni nefndu þau öll að fara í íþróttahúsið eða á útileiksvæði. Tvö barnanna sýndu okkur lítið lokað herbergi í Vinafelli þar sem voru geymdir búningar, og töluðu um hvað þeim þætti gaman að geta leikið sér með búningana. Börnin sögðu að mjög sjaldan væri hægt að leika með búningana og að þau vildu gjarnan hafa þá oftar í boði. Börnin fóru í Vinafell kl. 14.30 og tóku þá með yfirhafnir sínar og skólatöskur, annars virtust þau ekki finna mun á deg- inum né á því hvaða starfsfólk hafði um- sjón með þeim. Þó voru nokkur börn sem töluðu um tiltekna stuðningsfulltrúa sem þau gátu leitað til yfir daginn og virtist það veita þeim öryggi. Þá töluðu þau um há- vaðann þegar þau kæmu og að það væru læti í sumum börnum, t.d. þegar þau væru að bíða eftir að komast inn í Vinafell og þegar þau væru að fara heim. Börnin virtust öll vera ánægð með sam- þættinguna og töluðu ekki um að skóla- dagurinn væri of langur. Nokkur börn minntust á muninn á aðgengi að vatni og mat í Vinafelli frá árinu áður, en vatnsvélin hafði verið biluð í allan vetur að sögn eins viðmælanda. Sum barnanna höfðu verið á frístundaheimilinu árið áður, en ekki öll. Þau sögðu að í vetur hefðu töluverðar breytingar orðið, aðallega á skipulagi leiksvæða og valinu, sem fór núna fram í skólastofunni áður en þau koma í Vinafell. Mjög fá böm voru skráð í frístundina eftir að skóladeginum lauk eða 8-11 börn. Viðhorf starfsfólks Hér er fjallað um viðhorf starfsfólks, þ.e. kennara og frístundaleiðbeinenda, og sýn þeirra á skólastarfið, frístundastarfið, sam- starf og undirbúning og þátttöku í verk- efninu. 113
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136

x

Tímarit um menntarannsóknir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.