Óðinn - 01.01.1936, Qupperneq 24

Óðinn - 01.01.1936, Qupperneq 24
24 Ó Ð I N N ast hefur verið seinna en til dæmis 1365, hefur þá þegar verið auðsætt, hversu fágætt listaverk hún myndi verða. Hann skrifar: »1 miðjum bænum sá jeg hið fegursta musteri, er var þó eigi fullsmíðað, og borgarbúar kalla, og það ekki að ástæðulausu, hina fegurstu kirkju.1 Það er ekki í líkingum mælt þegar jeg kalla Pe- trarca skáldkonung. Því, er hann hafði lokið við sögu- ljóðin um Scipio, fór hann árið 1341 tíl Rómaborgar, til að láta krýna sig þar sem skáldkonung. Enda var hann einn í hinu glæsilega bókmentaþrístirni Italíu á miðöldunum, sem mestan þátt átti í því að skapa mál og bókme'ntaafrek Itala um þær mundir, en hinir voru þeir Boccaccio og Dante. Byggingu kirkjunnar miðaði áfram með dæmalaus- um seinagangi, og er tæpast að tala um verulegan fram- gang fyr en um miðja síðustu öld. Þó alt af öðruhvoru væri unnið við bygginguna, þurfti oft að rífa meira eða minna aftur á öðrum stöðum, sem hafði eyðilagst af vatni og veðragangi. Arið 1842 kom ný hreyfing á það mál, að ljúka þyrfti kirkjusmíðinni; var það einkum að þakka hinum gáfaða og Iisfelska Prússa- konungi, Friðriki Vilhjálmi, að hafist var handa með meiri áhuga en áður að hraða verkinu. En honum auðnaðist ekki að sjá kirkjuna fullsmíðaða, þvt hann dó árið 1861. Unnu nú mörg hundruð manna árum saman að kirkjusmíðinni, og til að standast straum af hinum gífurlega mikla kostnaði, sem verkið hafði í för með sjer, voru kirkjunni veitt ýms fríðindi; t. d. fjekk hún leyfi til að hafa happdrætti á árunum frá 1865—1892. Loksins, 15. október árið 1880, var kirkjan vígð, og hafði hún þá verið yfir 600 ár í smíðum. Var það í stjórnartíð Vilhjálms keisara I. Vígsluathöfnin var hin hátíðlegasta, eins og nærri má geta. Þó dró það allmikið úr hátíðahöldunum, að grunt var á því góða milli kirkjuvaldsins og veraldarvaldsins um þær mundir í Þýskalandi. Kirkjudeilan mikla stóð þá yfir, og var hún svo hörð, að á árunum 1875 — 1886 voru allar klausturreglur reknar úr Þýskalandi (nema úr Bay- ern), aðrar en þær nunnureglur, sem höfðu hjúkrun sjúkra með höndum. Gagnvart Jesúítunum eða Krists- munkunum, eins og þeir hafa verið kallaðir á ís- lensku, voru lagafyrirmælin enn þá strangari, og fengu þeir ekki landvist í Þýskalandi aftur fyr en árið 1904, og þá að eins einstaklingar innan reglunnar, en ekki reglan í heild. Fulla uppreisn sinna mála fengu Jesú- ítar ekki fyr en árið 1917, og stofnsettu þeir þá að nýju allmörg klaustur þar í landi. Annars lauk þess- ari kirkjudeilu, sem hófst árið 1872 og harðnaði með hverju árinu, sem leið, með sigri kirkjuvaldsins. Hinn voldugi Bismarck varð að láta undan síga, þrátt fyrir öll þau stóryrði, sem hann hafði við haft, meðan deil- an stóð, og varð hann að láta sjer lynda, að fara til Rómaborgar að leita sátta og komast að samningum við páfastólinn. Þó unnið væri í sprettum að kirkjusmíðinni og margir byggingameistarar hefðu umsjón með verkinu, mun tæpast vera hægt að tala um veruleg mistök í- stílsamræminu. Enda lelja flestir dómkirkjuna í Köln stórfenglegt og samstilt listaverk. Hið innra eru áhrif kirkjunnar undursamleg, eink- um þó í sólskini. Er þar fjöldinn allur af hliðaröltur- um; sum þeirra eru sjerkennilega fögur, með frægum altaristöflum, máluðum eða útskornum. Dagsbirtan skín inn í kirkjuna í gegn um margra alda gamlar myndarúður, með myndum af dýrlingum, merkum og atkvæðamiklum biskupum, konungum og keisurum, sem völdu sjer það góða hlutskiftið að vera í fullum sáttum við heilaga kirkju. Stærð dómkirkjunnar í Köln er ærið mikil, enda er hún talin rúma um 30 þúsundir manna. Á lengd er kirkjan 144 metrar, og 61 metri á breidd, en þverskipið er þó rúmlega 86 metrar á breidd. Hæð- in upp í hvelfingarnar er 45 metrar. Flötur sá, er kirkjan stendur á, er hvorki meiri nje minni en 6166 fermetrar að ummáli. Reyndar er það hreinasta smá- ræði, borið saman við Pjeturskirkjuna í Róm, því grunnflötur hennar er 15166 fermetrar. Grunnflötur hinna annara stærstu og frægustu kirkna er, sem hjer segir: Dómkirkjan fræga í Mílanó 8406 fermetrar, St. Pálskirkjan í London 7776 fermetrar, Hagia Soph- ia (Soffíukirkjan) í Istambul (Konstantínópel) 6893 fermetrar. Turnarnir tveir á Kölnardómkirkjunni eru 160 metra háir frá götunni, en 157 metra frá kirkjugólfi í þeim syðri þeirra eru kirkjuklukkurnar 8 að tölu. Á stríðs- árunum voru gömlu klukkurnar teknar úr Kölnar- dómkirkju, eins og úr flestum öðrum þýskum kirkj- um, og voru þær bræddar upp og notaðar til hern- aðarþarfa (t. d. í fallbyssukúlur). í stað hinnar frægu »Kaiserglocke« var hin nýja »Deutsche Glocke am Rhein* sett þar, sem hin hafði verið árið 1924. Er hún 500 zentner að þyngd. (Zentner er þýsk vog; er einn zentner = 50 kílógröm. Er klukkan því 25 þús. kg. að þyngd). Hinir þungu og hátignarfullu málmhljómar hennar bárust í fyrsta skifti út yfir borg- ina og nágrenni hennar 30. júní 1930, er hinar síð- ustu leifar frakkneska setuliðsins hurfu á brott úr Rínarlöndum. Var þá mikið um dýrðir þar um slóðir,
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94

x

Óðinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.