Óðinn - 01.01.1936, Blaðsíða 58

Óðinn - 01.01.1936, Blaðsíða 58
58 Ó Ð I N N Frú Kristrún Eyjólfsdóttir í Grafarholti. Kristrún var fædd 22. nóvember 1856 á Stuðlum í Reyðarfirði. Faðir hennar var Eyjólfur Þorsteinsson, Þorlákssonar frá Lögmannshlíð í Eyjafirði. Móðir Eyjólfs, Freygerður, var dóttir Eyjólfs Isfeld, sem var mjög merkur maður á sinni tíð, og var al- kunnur fyrir fjar- sýnigáfu sina. — Móðir Kristrúnar var Guðrún Jóns- dóttir, Pálssonar gullsmiðs Sveins- sonar, Pálssonar prests í Goðdölum. Kristrún dvaldi á Stuðlum, með for- eldrum sínum, þar til hún var 23 ára; þá fór hún til Rvíkur, á Kvenna- skólann þar. Var þar einn vetur við nám, og annan sem kennari. Ferðaðist nokkru síðar til Dan- merkur, til að afla sjer fyllri menningar, sem þá var fátítt um bændadætur. — Giftist vorið 1884 eftir- lifandi manni sínum, Birni Björnssyni frá Vatnshorni í Skorradal. Hafði hann gengið á búnaðarskóla í Noregi. Var orð á því gert, að þau hjón væru bæði »sigld«; þótti það vegsauki í þá daga; enda bar heimili þeirra menningarbrag, fram yfir það, sem al- ment var. Þau reistu bú á Hvanneyri í Borgarfirði, en fluttu brátt suður í Mosfellssveit og bjuggu þar nær 40 ár. Hef jeg heyrt þess minst með hrifningu, hve Kristrún hafi verið prúð og fyrirmannleg, er hún kom í sveitina, ung og nýgift kona. Keptust bænda- dætur um að læra af henni og taka hana sjer til fyrirmyndar, og þær af grannkonum hennar, sem annars kyntust henni nokkuð, unnu henni allrar sæmdar, og þótti sjer síst minkun gerð, þótt hún væri talin þeim fremri. Kristrún Ijek laglega á orgel og söng vel. Og þar sem var hljóðfæri og söngur, varð brátt sjálfkjörinn samkomustaður unga fólksins í sveitinni. Þar var safnast saman um helgar, stundum á leið frá kirkju; spilað, sungið og leikið sjer; því hjónin voru bæði samhent í því, að styðja að glaðværð annara. Þannig segist þeim frá, sem voru samtíða þeim hjónum á fyrstu búskaparárum þeirra. Kristrún Eyjólfsdóttir var sannnefnd húsmóðir. Heimilið var hennar starfsvið, hennar ríki. Heimilis- venjur og háttu alla mótaði hún svo ákveðið, að eng- um datt í hug á móti að mæla. Þótti börnum hennar og hjúum það sæmd og ánægja að vera henni sem best að skapi. Þótti ekki ráð ráðið, nema hún væri til kvödd, enda var hún öllum hollráður vinur, sem á einn eða annan hátt Ieituðu liðs hennar; en eink- um ljet hún sjer ant um þá, sem dvöldu á heimili hcnnar, jafnvel þótt stuttan tíma væri. Kristrún var iðjukona hin mesta og kappsöm að því skapi. Heimilið var oftast fjölment og þurfti mik- inn dugnað og ástundun til að klæða heimamenn, bæði börn og fullorðna, einkum á meðan meiri hluti fatnaðar var unninn heima að öllu leyti, og sky'.da var að láta vinnuhjú hafa nauðsynleg vinnuföt. Átti húsmóðirin þar drýgstan þáttinn, enda hef jeg enga konu sjeð eins afkastamikla við ullarvinnu. Meðan börnin voru í ómegð, mun hún sjálf hafa saumað flest, sem heimilið þurfti með, og á síðari árum spann hún í alt, sem þurfti til handa og fóta og nærfata, handa mörgu fólki, mest úr heimatættri ull. Þar að auki vann hún og prjónaði mestu kynstur af hárfínum sjölum, vellingum o. fl, sem kalla mátti listaverk, svo prýðilega var það unnið. Hún sat bókstaflega aldrei auðum höndum. Oft greip hún skriffæri sín á kvöldin, um leið og hún setti frá sjer rokkinn, og var óðara en varði búin að skrifa út örkina, því að henni var alveg ótrúlega sýnt um að skrifa. Hafði hún sífelt brjefaviðskifti við æskuvini sína og aðra kunningja, og skrifaði auk þess niður hjá sjer athuganir um hitt og annað. Hún las mikið, en evddi til þess óvanalega stuttum tíma, því að hún hafði tamið sjer að lesa með prjónum, tvinningu og jafnvel spuna, væri bandið ekki mjög fínt, og gekk hvorutveggja fullum fetum, verk og lestur. Kringum húsmóðurina safnaðist heimilisfólkið á kvöldvökum, og aðrar þær stundir, er kyrð var á störfum, og naut þess unaðar, er sannarlegt heimili veitir. Þar var mikið lesið, spilað og sungið, Iífgað upp með smáskrítlum, gátum og öðru því, er til skemtunar mátti verða eða fróðleiks. Lagði þar hver heimamanna sitt til, því húsráðendur kunnu í því efni bæði að gefa og þiggja. Heimilisbragur var allur hinn vandaðasti, óvandað hjal og ljótur munnsöfnuður átti ekki friðland í návist þeirra hjóna. Húslestrum var haldið uppi daglega frá veturnóttum til sumar- Kvistrún Eyjólfsdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.