Óðinn - 01.01.1936, Síða 79

Óðinn - 01.01.1936, Síða 79
Ó Ð I N N 79 nafni, og urðum við strax miklir mátar. Sjera Björn hafði verið kvæntur áður, og voru þar heima börn hans af fyrra hjónabandi, nær upp komin. Emil hjet eldri sonur hans, og dæturnar voru víst þrjár. Móðir frú Ingiríðar var og þar hjá dóttur sinni. Þær mæðgur voru ættaðar úr Mýrasýslu. — Annars voru all-flestir íslendingar þarna um slóðir ættaðir af Austurlandi. Var það alt myndarfólk mikið og velmegunarbragur á flestum. Seinna mun jeg gefa nokkrar upplýsingar um lífið í þessari bygð, sem af öllum bygðum vestan hafs er mjer kærust. — Næsta sunnudag, þann 14. des, ókum við sjera Björn vestur í Lincoln sýslu, til kirkjunnar þar. Við fórum all-snemma af stað, til þess að okkur entist tími til að heimsækja frændfólk mitt, — sem bjó á næsta bæ við kirkjuna, — á undan messu. Þar haíði jóhannes, föðurbróðir minn, búið Iengi, og þar bjó nú Guðrún, dóttir hans, með manni sínum, Pjetri Guðmundssyni, yfirlætislausum en dug- miklum bónda; var hann mesta prúðmenni og var jeg glaður yfir þeirri mágsemd. Þar var hjá þeim Anna, ekkja Jóhannesar, og mundi jeg vel eftir henni frá tvíbýlinu við þau í Litladal í Skagafirði, er jeg var 6 ára. Hún var nú orðin háöldruð og blind. — Börn þeirra hjóna, Pjeturs og Guðrúnar, voru 4: Júlíus, sem bjó þar á jörð skamt frá, og var kvæntur fyrir mánaðartíma; hafði sjera Björn sagt mjer, að dregið hefði verið að halda brúðkaupið, af því að búist hefði verið við mjer fyr. Óscar var annar sonur þeirra Pjeturs og Guðrúnar; var hann stór og efni- legur piltur, eitthvað í kring um 18 ára að aldri; hann hafði verið uppáhald afa síns og honum átti jeg að færa gullúrið, eins og fyr er sagt. Sigrún hjet yngsta barn þeirra, mjög efnileg stúlka. ]eg vil ekki reyna að lýsa tilfinningum mínum þessa morgunstund, er jeg fyrst kom á heimili þessa föðurbróður míns, sem jeg hafði þekt í bernsku minni; enda fann jeg og líka, og gat ekki dulist þess, að jeg var þar kærkominn gestur. — Svo eftir kaffiborð var ekið til kirkjunnar. Þar var fjöldi manns saman kominn, og þar á meðal önnur dóttir ]óhannesar, Jóhanna, sem var gift stórbónda þar í sveitinni, C. M. Gíslason; hann hafði tekið lögfræðipróf, og var mikill framkvæmdamaður, sem valið hafði búskapinn fram yfir lögfræðistörfin. Þau áttu fjölda barna og voru mikils metin þar í hjeraði, bæði af Islendingum og annara þjóða rnönnum. — Urðu nú þarna fagnaðar- fundir með okkur frændsystkinunum. ]úlíus, og hin unga kona hans, voru og við kirkju; hjá þeim áttum við sjera Björn að borða miðdegisverð eftir messu. — ]eg prjedikaði í kirkjunni, en sjera Björn þjónaði fyrir altari. Messusiðir Kirkjufjelags Vestur-íslendinga eru talsvert frábrugðnir messusiðum vorum hjer heima. — Eftir messu var svo ekið heim til ]úlíusar frænda míns. Þar var alveg nýbygt hús og vandað mjög; hafði tengdafaðir ]úlíusar, Pjetur ]ökull, trjesmiður, í Minneota, bygt það handa ungu hjónunum. Alt var þar svo skínandi fágað, og jeg tók sjerstaklega eftir hinu gljáfægða gólfi, sem lagt var harðviði, sett saman af mörgum mismunandi litum flísum, sem mynduðu fallega gerð, og var alt gljáborið. — ]eg hafði aldrei veitt svona gólfi athygli fyr, og fór að dást að því. Þá spyr sjera Björn mig ofur-sakleysislega, hvort jeg hafi aldrei sjeð svona gólf áður, og kvað jeg nei við því. Þá hló hann og sagði: >]æja, þú hefur í 4 daga trampað á svona gólfi heima hjá mjer, og þjer hefur ekkert fundist til um«; svo fór hann að stríða mjer á því, að mjer fyndist nú ekki mikið til um neitt hjá sjer, eða öðrum en frændfólkinu. Þegar setst var að borð- um, að mjög ríkulegri máltíð, þá sagði sjera Björn: »Viltu nú ekki segja, að þú hafir aldrei bragðað mat, síðan þú komst til Bandaríkjanna«. Alt var þelta í besta gamni, og kunni sjera Björn gott lag á því, að krydda alla samveru með fyndni og græskulausu gamni. — Þarna var alt föður-frændfólk mitt í sveitinni saman komið við miðdegisverðinn, og fanst mjer dvöl mín hjá því alt of stutt. Um kvöldið kl. 7 var messa í St. Páls-kirkjunni í Minneota, en svo heitir íslenska kirkjan þar í bænum. Það er mjög myndarleg kirkja og var hún full af fólki; eftir messu var haldinn Bandalags-fundur í kjallarasal kirkjunnar, og var þar kaffisamsæti Banda- lagsins mjer til fagnaðar. Hin kristilegu ungmenna- fjelög íslensku safnaðanna eru kölluð Bandalög og stóðu þau aðallega straum af komu minni og ferða- lagi þar vestra. Nú var starf mitt byrjað og unnum við sjera Björn saman að ýmsum fundahöldum, sjerstaklega fyrir yngra fólkið í söfnuðunum. Bandalag var bæði í Minneota og Lincoln sýslu-söfnuðinum, en við Austur- kirkjuna var ekkert Bandalag og var nú verið að tala um að koma því upp. Á sunnudaginn 21. des. messuðum við í Minneota kl. IOV2 um morguninn og kl. 2 í Austurkirkjunni. — I vikunni á milli hafði jeg kynst mörgu fólki í bænum, og ekið út á ýmsa sveitabæi. ]eg heimsótti líka aftur frændfólk mitt, og einn daginn ók Óscar mjer víða út um sveitina. Við urðum miklir alúðarvinir. — Margt þótti mjer ný- -stárlegt að sjá. Vegirnir liggja þar alveg í beinum línum, og liggja allir þráðbeint í suður og norður, og aðrir austur og vestur og er ensk míla allstaðar á
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94

x

Óðinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.