Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1898, Page 2
2
ar háskóli Grikklands - og heyrði Platon í tuttugu
ár. Var hann bæði svo ástundunarsamur, að Plat-
on kallaði hann fremur öðrum lærisveina sinna »les-
arann« (ávayvoaxTií), og jafnframt svo gefinn fyrir
að koma með mótbárur, að Platon líkti honum við
folald, sem slær móður sína, þegar það er búið að
sjúga hana. En — þótt Aristoteles opt og einatt
finni að kenníngum Platons og meistara hans Só-
kratesar, þá var það af því, að hann mat meira
sannleika enn vináttu, eins og hann sjálfur segir
(Eth. Nik 4); »Þó að báðir sjeu mjer kærir, ber þó
að virða sannleikann meira«. Að hann þar fyrir
aldrei gleymdi, hver maður Platon var, og hvað
hann átti Platon að þakka, má ráða af því, að
hann, eptir fráfall Platons reisti honum horg, með
þessu letri:
Þennan herg reisti Arietoles Platoni;
óhæfa er vondum mannum að hrósa slíkum manni.
Skóla Platons hélt nú, að honuin 'dauðum, fyrst
Spevsippos, frændi Platons, og síðan Xenokrates, en
Aristoteles fór, eptir áskorun Filippusar Makedoníu
konúngs til Pella, sem kennari Alexanders mikla, er
þá var 13—14 ára gam.all, og dvaldi þar nokkur
ár, til þess Aþenumenn kölluðu hann tilbaka eptir
fráfall Speusipposar. Einsog Aristoteles ávann það
hjá Filippusi og Alexander, að þeir byggðu upp
aptur fæðíngarborg Aristotelis Stageiru, sem Filipp-
us hafði umturnað, eins mun hann hafa átt mikinn
þátt í því, að þegar Aþenuborg og Þeba hófu stríð
gegn Filippusi og síðar Alexander, og biðu ósigur,
hlífði Alexander Aþenuborg, en lét reiði sfna aðeins
koma yfir Þebu, í þrettán ár kenndi Aristoteles í
Lykeion (þaraf orðið Lyceum), byggingu fyrir utan
Aþenuborg; voru þar umhverfis skuggsælar eikarað-