Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1898, Page 3
3
ir, sem Aristoteles var vanur að ganga um fram og
aptur með lærisveinum sinum þess á milli að hann
hélt fyrirlestra (áxpoajóif) fyrir þeim i byggíngunni.
Af þessu drógu, eptir því sem almennt er ætlað,
kenníngar hans og lærisveinar nafnið »peripatetisk-
ir«, þó Platon raunar einnig tali um forsæluna í
Tcsp'hra-ro?, og hve ljúft sé að tala þar við kunníngja
sína. Liklega eptir það, er upphafsfræði Aristoteles,
~á [jLí-á -á <poffixá, varð kunn, var hann kærður op-
inberlega fyrir guðleysi, — hann neitaði sem sé að
fleiri guðir væri til, enn einn — fór hann þá burt
frá Aþenuborg til Chalkis á eynni Evboea, með þeim
orðum, »að Aþenumenn skyldu eigi syndgast á
heimspekinni optar enn einusinni«; meinti hann þetta
til Sókratesar. Frá Chalkis mun hann aptur hafa
horfið til Makedoníu og um það leyti mun hann
samið nafa rit sín um stjórnarfyrirkomulag 200
borga (tapað); var hann í miklum metum hjá Oiym-
píasi móður Alexanders, sem og hjá Antipatri, en
svo lftur út, sem Alexander sjálfur hafi grunað
hann um að vera i ráðum móti sér, eptir það að
Alexander fór að aðhyllast persneska harðstjórnar
siðu. Nokkuð er það, að frændi hans Kallisþenes,
sem fylgdi Alexander á herferðinni til Indlands,
braut af sér hylli konúngsins, með því hve berorð-
ur hann var um þá blindni Alexanders, að vilja
gjöra sig að guði, svo Alexander lét taka hann af
lífi með heitingum til Aristotelis; þvi þaðan hugði
hann sú alda væri runnin (Plut. Alex.). En Alex-
ander dó f Babylon 323 f. Chr. og Aristoteles árið
eptir 322 f. Chr. úr magaveiki. Stageiru búar héldu
eptir Aritoteles látinn á ári hverju hátíð, er kennd
var við Aristoteles, og mánuðinn, þegar hátiðin var
haldin, kölluðu þeir Stageirites. Skólanum peripatet-
1*