Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1898, Qupperneq 4
4
i«ka í Aþenuborg, hélt lærisveinn Aristotelis Þeo-
frastos, eptir ráðstofun raeistarans áfrara. Meðal
annars er honum borið hann hafi verið manna gæf-
astur og hófsaraastur. Fyrir konu átti Aristoteles
fyrst Pyþías dóttur Herraejasar, Atarna harðstjóra
og síðar Herpyllis og með henni soninn Nikomachos
og dótturina Pvþias. Aðrir segja, hann hafi átt
dótturina Pyþías með dóttur Hermejasar og eptir
henni hét dóttir Aristotelis, en siðan lifað með
Herpyllis, er var afbrags fríður kvennmaður og átt
með henni snninn Nikomachos. Henni hrósar Ari-
stoteles mjög í erfðaskrá sinni fyrir hve ástúðleg
hún iiafi verið sér, og ánafnar henni meðal annars,
hvort hún vilji heldur lystihús og aldingarð sinn í
Chalkis, eða föðurhús sitt i Stageira, og biður ráð-
stöíunarmenn erfðaskrárinnar, Antipater, Nikanor
(fósturson sinn), o. fi. að sjá um liún giptist vel og
»sér verðuglega«, ef hún vilji giptast. Af þjónum
sfnum bannar hann nokkurn að selja, en gefa þá alla
frjálsa, þegar þeir séu komnir til aldurs. Minda-
styttur af ýrnsum, þar á meðal móður sinni, skipar
hann að vigja guðunum, Demeter, Seifi og Aþenu
(Minervu); er svo að sjá, sem þetta hafi verið áheit.
— Þeofrastos, lærisveinn hans og eptirmaður, lét
Praxiteles höggva mindastyttu af Aristoteles og reisti
hana upp í Lykeion.
Rit ArÍ8totelis eru eigi i samræðum, einsog
Platons, heldur eru kenníngar hans ein heild, í fjór-
um hofuðdeildum, eðlirfrœði og náttúrusaga, niðfrœði
og stjórnfræði, hugmnarfrœði og mælskulist, loksins
upphafsfrœði (vá jj.sTa xá cpvjixá), og þessutan fjöldi
af styttri ritgjörðum um efni, sem höfuðdeildunum