Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1898, Side 7
7
skeður af tilviljun, eða það er smíðað, tilbúið. í
fyrsta tilfelli verður einhver að hafa sáð, eða eitt-
hvað, svosem tré eða jurt, hlýtur að hafa sáð sér,
eða einhver hefur lagt eggið, sem einsog fræið apt-
ur framleiðir eptirmind þess sem sáði eða sáð var,
eða eggið lagði; hefði alheimurinn orðið til á þenn-
an hátt, þá hefði annar alheimur verið til á undan
þessum, og annar á undan honum og svo bakvegis
í hið óendanlega, en alltat vantaði hina fyrstu or-
sok. — »Svo koma þeir, sem þakka tilviljuninni
allan þennan heim og allt sem i honum er, og fara
því fram, að af sjálfu sér hafi sú iða og hreifíng
til orðið, sem greindi og niðurskipaði alheiminum.
Furðanlegt er þetta. Þeir játa að hvorki jurtir né
dýr séu né skapist af tilviljun, en leita að fyrstu or-
sök til þeirra í andanum, skynseminni (vouí) eða
oðru því um líku (með því ekkert skapist af handa-
hófi, og ekki hvað sem vill úr hverju sáði sem vili,
heldur viðsmjörsviður úr viðsmjörsviðar sáði, maður
af manns sæði), en alheiminn og hið guðdómlegasta
af hinu sýnilega vilja þeir framleiða af tilviljun-
inni, og eigi af svipaðri orsök, einsog dýrin ogjurt
irnar. Sé svo, þá er rétt að minnast lítið eitt á
þessa skoðun. Því auk þess, sem annars er fjar-
stæðt í þessari kenníngu, þá er það þó ennþá fjar-
stæðara að ætla svo sé, er ntenn sjá að engin til-
viljun á sér stað í enu himneska (himintúngla gang-
inum, árstíðunum, dags og næturskiptum o. s. frv.),
en í þvi aptur á mót, sem þeir neita sé til orðið af
tilviljun (jurta- og dýraríkið), þar skeður þó margt
af tilfelli, þar vill margt til; var þó liklegt, að hið
gagnstæða ætti sér stað. Hann sýnir þvinæst fram
á, að með því tilfellið sé fyrir mannlegri hugsun
skynsemisiaust, eða jafnvel gagnstætt skynseminni,