Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1898, Side 16
16
uni sé sitt hvað. Ótilhögginn viður eða eirklumpur
er hið sama að veru og verulegleika til; en smíði
jeg borð eða skip úr viðnum, og hnött eða minda-
styttu úr eirnum, þú er viðurinn og eirinn efni
(”u\ti)) og einnig að vissu leiti vera, en verulegleik-
inn er formið eða tegundin (s’So?; Þar er
því verulegleikinn vera dn efnis (Xíyw <\s ouoíav á'vsu
■uXv)p to tír(v sfvat, — Metafvs. VI, 7, 6). Hinn ein-
staki maður, hið einstaka dýr er vera, en kynið,
tegundin, vo si8op, er verulegleikinn, og hér kemur
Aristoteles, máske óvart, saman við Platon. En —
hann bætir strax við, að »xálin sé aðalvera
(7op«TT( ou’ffía) hins lifanda fyrir hugsuninni, og jafn-
fram bæði hið verulega og tegundareinkenni í þeim
eða þeim líkama, því hið verulega heyri tegundinni
og atorkunni tiU, og víðar kemst hann svo að orði,
»að formið og tegundareinkennið sé hið verulega og
aðalvera hvers hlutar«. En — gagnvart Platon af-
tekur hann, að hið almenna, eða það sem er mörgu
einstöku sameiginlegc (fagur, góður, o. s. frv), sé
vera, þvi ekkert af þessu táknar þetta (tÓ5s tc)
heldur þenskonar toiovSs. Yfirhöfuð er ekkert vera,
segir hann, sem getur hugsast aðskilið frá hlutnum,
án þess hluturinn eptir eðli sínu breytist; maðurinn
er maður, þó hann sé livorki fagur né góður, og þó
hann hafi verið fagur en missi fegurðina, heldur
hann áfram að vera maður. Frumsjónirnar (Plat-
ons) játar hann væri rétt að aðskilja frá hlutunum,
ef þær væru verur, en það sé rángt að kalla allt
tegund, sem sé »eitt i mörgu«. Þeim sem aðhyllist
frumsjónirnar sé ómögulegt að benda á, hverjar
þessar eilífu og óforgengilegu verur séu við hliðina
á þeim einstöku og skynjanlegu. »Þeir (Platon og
hans sinnar) skapa þær hinar sömu eins og þær