Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1898, Qupperneq 21
21
hugsunarinnar. Það væri til lítils, að ætla að gefa
ágrip af hugsunarfræði Stageiritans; hana þarfhver,
sem vill kynnast henni, að lesa sjálfur og það opt-
ar en einu sinni. Jeg skal aðeins, við þetta tæki-
færi, leyfa mér að vitna til eins þess skarpasta rit-
höfundar á nítjándu öldinni, Josephs de Maistre. I
bók sem þessi mikli lærdórasmaður hefur skrifað
um heimspeki Bacons, og sérílagi um novum organ-
um þessa fræga hofundar, kemst hann meðal ann-
ars svo að ordi: —
»— — Vilji maður ráðfæra sig við þesskonar
rit, eigi svo sem hjdlparmeðöl, heldur sem fyrir-
mindir, þá er allur vafi af; yfirburðirnir eru allir
bjá Aristoteles, og enginn getur betur gjört, en
fletta hundrað sii.num upp i honum, íyrir eitt skipti
í novum orgunum. Því eg hygg, að hvorki að fornu
né nýju finnist nokkuit skynsemi heimspekis rit,
sem votti annað eins gáfna þrek, eins og það,
sem Aristoteles auðsýnir í ritum sínum um upp-
hafsfræðina (metafysik) og sérílagi í Analytíka.
Það fer eigi hjá þvi, að þau hljóta að geta hverj-
um þeim úngum matini talsverða andlega yfirburði,
sem skilur þau og yfirvegar. Orðfærið, sem ávallt
fylgir hugsununum jofnum höndum, er frábært á
því frábærasta máli. En hann er á stundum þúng-
skilinn, sökum þess, í hverju ástandi rit hans eru
til vor komin. Þau voru lengi gleymd, síðan geymd
og falin svo að segja undir jörðu, þá fundin, breytt
og aukin (sbr. Strabon og Plutark í æfisogu Syllu),
svo vér getum valla lesið einn kapítula, með vissu
fyrir, að vér lesum Aristoteles ómengaðan. Allt
um það þekkist hann á aivörugefninni, á hve gagn-
orður hann er, og á hinni strongu skynsemi, sem
hafnar því, sem að eins sýnist, og öllum hugarburði,