Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1898, Síða 22
22
á orðfæðinni, sem ávallt óttast að bera hugsunina
ofnrliða, og iaginu á að sameina það tvennt, að
vera stuttorður og ljós. Þegar honum tekst upp, og
þarsem hann vissulega er sjálfur hann, virðist orð-
færið vera orðfœri sjálfrar skynseminnar. Allir
djúpt hugsandi menn og allir rithöfundar i sömu röð
hljóta að örvœnta, er þeir lesa hann. — J. de Maistre,
Examen de la philosophie de Bacon, 1.* —
Það er kunnugt, að Platon og Aristoteles eru
feður sálarfrœðinnar, en hvergi sézt betur mismun-
urinn á skoðunum þeirra, en einmitt i þessari speki-
grein. Platon skoðar sálina, einsog honum er titt
um allt andlegt eður anda gæðt, setn aðskilda frá lík-
ama, og sannar í Fædón fagurlega, að hún hijóti
að vera ódauðleg. Hún er hjá honum þvínæst riokk-
urskonar frumsjón og fyrirmind hinna einstöku sálna.
— Aristoteles, einsog hans er von og visa, þekkir
enga sál aðskilda frá líkama. »Erfitt ér að átta sig
á eginlegleikum sálarinnar og áhrifum (Troííb]), hvort
allt er sameiginlegt rnilli hennar og þess sem sál
hefur, eður nokkuð finnst sem sálinni er eginlegt
sér; þetta er nauðsynlegt að höndla, en það er eng-
inn hægðarleikur. Flestra sálir virðast ekkert gjöra
eða líða án likamans, svosem reiðast, vera hug-
hraustur, girnast, í einu orði skynja og finna til.
Helzt virðist sálunni eginlegt að hugsa, skilja (vostv).
En sé hugsunin og skilníngurinn einskonar hugar-
burður og sér-fyrir-sjónir-setning (^avvaaca), eða að
minsta kosti eigi án sérfyrirsjónirsetníngar, þá er
hugsunin eigi heldur laus við líkamann. Sé nú ein-
hver af sálarinnar athofnum eða líðunum henni eig-
inleg sér, þá má álíta hana aðskiljanlega (frá lík-
amanum), en sé eigi svo, þá er hún eigi aðskiljan-
leg; henni er þá varið, einsog því beina, er, sem