Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1898, Side 27
27
hrifalaus af uðru (oc7rað^'c) óblönduð og verkandi.
Þvi hið verkanda er allajafna gufugra hinu líðanda,
og upphafið efninu. — — En — hún ein er aðskil-
in sér og þetta einmitt sem hún er, og þetta eitt er
eilift og ódauðlegt.
»Leggjum þá aptur í stuttu máli áherzluna á
þetta, að sálin að sumu leyti er allt. Allt er annað-
hvort skynjanlegt eða skiljanlegt; en þekkíngin er
að sumu leyti hið þekkjanlega og skynjunin að sumu
leyti hið skynjanlega. Skiptist því þekkíng og skynj-
un í hlutina, hin mögulega í þá mögulegu, hin virki-
lega í þá virkilegu. En hið skynjandi og hið þekk-
jandi i sálunni er að mögulegleikanum til hið sama,
annað sem sé þekkjanlegt hitt skynjanlegt. Arinað-
hvort er þetta þá hlutirnir sjálfir, eða hugsjónir
þeirra. Sjálfir hlutirnir getur það eigi verið, því
eigi er steinninn í sálunni, heldur hugsjón steinsins,
svo að sálin er einsog hondin; því hondin er verk-
færi verkfæranna, en skynsemin er hugsjón eða
tegund hugsjónanna og skynjunin hugsjón hinna
skynjanlegu hluta. En — rneð því engin hlutur virð-
ist vera aðgreindur sér fyrir utan hinar skynjanlegu
stærðir, þá finnst það hugsanlega, skiljanlega í hin-
um skynjanlegu hugsjónum, sem og það er sagt er
í afdrætti (abstrakt) og ástönd og líðanir hins skynj-
anlega. Þessvegua getur enginn lœrt neitt né skilið
án þess að skgnja; og er hann virðir hlutina fyrir
sér, hlýtur hann jafnframt að virða sérfyrirsjónir-
setníngu hlutarins, hugmind hans, fyrir sér. Því
hugmindirnar eru sem skynjanir, en án átakan-
legs efnis (immaterielle). — — Með því nú sál dýr-
anna hefur þessa tvo höfuðeiginlegleika, og þessi tvö
höfuðöfl, að greina, dæma, sem er starf skynjunar
og skilnings, og hið annað að hreifa úr stað, þá er