Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1898, Page 30
30
anda, en sjálft óhreifða, hið góða, sem gjöra slcal;
þá er hið hreifanda, sem sjálft hreifist, eptirlöng-
unin, tilhneigíngin, og þá hið hreifða, maðurinn eða
dýrið, en verkfærið, sem eptirlanganin hreifir með,
er líkamlegt, og verður að yfirvega það i því starfi,
sem sál og líkama er sameiginlegt — —«. Skiln-
íngarvitunum eða réttara skynjunarfærunum hefir,
mjer vitanlega, enginn lýst eins skarplega og vand-
lega, eins og Aristoteles. En eigi nóg með það; að
þvi búnu leggur hann fyrir sig þessar tvær spurn-
ingar: 1., Með hverju skilningarviti sé eg, að eg sé,
og heyri, að eg heyri, því augað sé eg eigi, og til eyr-
ans heyri eg eigi f, og 2., Get eg í einu og sama auga-
hragði skynjað með tveim skynjunarfœrum, t. d. hvítt
og sœtt, eða sé eg fyrst, að það er hvítt, og finn siðan
að það er sœtt ? — Uppá fyrri spurnínguna svarar
hann á þá leið: — »Ljóst er það, að sjónarskynjun-
in er fleiri enn einskonar. Því, þá er vér eigi sjáum,
dæmum vér með sjóninni, (og það þótt vér hof-
um augun aptur), að bjart sé og dimmt. — Enda
geyma einnig skynjunarfærin skynjanirnar nokkra
stund, eptir að hið skynjaða er horfið«. Ályktar
hann því, að vér sjáum, heyrum o. s. frv. ekki með
sjón, heyrn o. s. frv., að vér sjáum og heyrum, held-
ur með oðru sameiginlegu skynjunarfæri. — Uppá
síðari spurnfnguna svarar hann: »----Þar hlýtur
að vera eitt í sálinni, — sem hann ástundum nefnir
hið fyrsta eður aðalskynjunarfæri (to toutov
p’.ov) — sem hún skynjar allt með, en sitt með
hverju skilníngarviti. — - Líkt og hlutunum sjálf-
um er varið, likt er einnig sálinni. Sami hlutur-
inn og einn að tölu getur bæði verið hvítur og sæt-
ur, sem og margt annað, og þó eiginlegleika hans
megi eigi greina hvern frá oðrum, þá er þó eðli þeirra