Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1898, Side 32
32
hvernif? kannast hesturinn og hundurinn við annan
hest og hund, hversu ólíkur og af hversu ólíku
hunda- eður hestakyni sem hann er? Annaðhvort
er Piatons frumsjón til, eða dýrin greina einnig,
flokka og afdraga (»abstrahera«) einsog manneskj-
an, þó þau gjöri það án meðvitundar. Eða hvernig
gjörir hann þá grein fyrir þeirri frændsemi og vel-
vild á annan bóginn, en óvild á hinn, sem kemur
fram í hinum svököiluðu dauðu hlutum, er vér sjá-
um segulinn (og hann þekktu Grikkir) draga til
sín stálið, og vökvana og söltin ýmist þýðast hvort
annað, eða hafna hvert oðru? Eigi ætlum vér þeim
þó meðvitund og því síður hina greinandi og flokk-
andi hugsun. Frumsjónir Platons munu reynast eina
meðalið, til að þekkja hið innsta, verulegasta í hlut-
unum, Kants Ding an sich.. • Og það var djúp hugs-
un hjá Empedokles, er hann sagði, að kœrleikur
(9uía) og hatur (vstxo') hefðu ráðið niðurskipun hins
gjorvalla.
Aristoteles hefur samið þrjú rit um siðfrœðina
(’Hflixa') ]., tileinkað föður hans Nikomachos; 2.,
hina svonefndu löngu siðafræði; og 3. stílað til
Evdemos. Hið besta er það, er vér sækjumst ept-
ir vegna sjálfs þess, en aldrei það, er oss leikur
hugur á vegna einhvers annars, þetta er aœlan
(su5a>p.ovía). Enginn sækist eptir sælu, til þess að
verða ríkur, voldugur, vitur, heldur girnist hann
þetta og margt annað, til þess að verða sæll. Til
þess að hreppa þessa sælu, þarf sdl mannsins að
verka með dygð og dugnaði i stefnu hins góba.
Dygðin er nú tvennskonar, önnur tegundin hugsun-
ardygð, sem sé spekj, skilníngur og hyggni, hin