Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1898, Page 33
tegundin er fólgin í skapsmununum og hvernig þeir
eru vandir (■nð'op), frjálslyndi og skilning. Hugsun-
ardygðirnar útheimta fræðslu, reynslu og tíma;
skapsmuna dygðirnar þurfa æfíngu og vana, og
hvorug tegundin verðúr sönn dygð, fyrenn liún
verður að vana, — d.stand (£&(). Þrennt er það er
vér sækjumst eptir, hið fagra, hið nyUama og liið
Ijúfa (ij8u), og þrennt er vér forðumst, hið ófagra,
hið skaðlega og hið óljúfa (Xumjpo'v); hinn góði mað-
ur lítur rétt á hvorttveggja, hinn vondi rángt. Nú
er öll dygð fólgin í því að framkvæma það, sem
manninum eptir eðli sínu er ætlað, en jafnvel í
þessu er meðalvegur, og bezt er meðalhófið, því
sjálfar hinar einstöku dygðir geta orðið að ódygð-
um, örlætið að eyðlusemi, sparsemin að nísku,
karlmennskan að ofdirfð, gætnin að hugleysi, o. s.
frv. Sælastir verða, eins og Sólon sagði, »þeir sem
breyta fegurst, lifa stiliíngarmest og hafa hin ytri
gæði (fegurð, auð, metorð, vinsældir o. fi.) hvorki of
eða van«. Sjájfur bætir Aristoteles við: »Þó er
líklegt, að sá sem verkar í andans þjónustu, sé bæði
bezt á sig kominn, og guði kærastur; því hafi guð,
einsog lítur út fyrir, atskipti af hinu- mannlega, þá
er sennilegt, að hann gleðjist yfir því besta og hon-
um skyldasta (en það mundi andinn [vouí] vera) og
hann umbuni sérílagi þeim, sem oðru fremur rækja
og heiðra andann, með því þeir einkum fást við það
sem guði er kærast, og jafnframt breyta rétt og
fagurlega. En auðsætt er, að þetta á helzt heima
hjá spekíngnum, því er hann guði kærastur. Er þá
og líklegast, að hann sé hinn sælasti.« — »(Eth.
Nikom. X, 9, 13)«. Pyþagoras er sá fyrsti er hóf
að kenna um dygðirnar, en hann táknaði þær með
3