Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1898, Qupperneq 35
35
((ppovTjji.ij), karlmennsJcu (ávSpía), stillíngu (ffMqtpoffuvv))
og réttvísi 5(.xau0ffuvii]. Hjá tveim af þeim á heima,
að þær geta bœði verið of' eða van; karlmennskan
getur orðið að fifldirfsku upp á við, að hugleysi nið-
ur á við; réttvísin getur orðið að ósanngirnishorku
upp á við, að ránglæti niður á við; hyggindin1 apt-
ur á móti og stillingin getur aldrei orðið ofmikil,
þó hún sjálfsagt geti orðið of lítil. Því þarf meðal-
hófið (■>) [xsjÓxtjj) bæði i audlegum og líkamlegum
efnum. Með þvi nú of eða van í tjeðum sálará-
stondum eru líðanir, en líðanirnar eru aunaðhvort
unaðsemdir eða þjáningar, sorgir, eða eigi lausar
við unað eða þjáningu, en dygðin er mundangshóf-
ið, eða mundangið milli þessara líðana, þá er aug-
ljóst, að dygdin fæst við sorgir og unaðsemdir. 0g
þvi er hennar stefna og mið hin sanna sæla, að
höndla hinn sanna unað, og sneiða hjá hinum sonnu
sorgum og þjáníngum, og þetta er hin réttnefnda
xaXoxáyað'ta, drengskapur. En allt um það virðir
Aristoteles hin ytri gæði enganvegin að vettugi;
hann segir gagngjört, að auður, fegurð, heilbrigði,
metorð, vinsældir, — en allt þetta í hófi — styðji
að sælunni, því hún sé mál og mið mannlífsins.
Kveðst hann því eigi vera sammála letrinu er stóð
á fordyri Latónu musterisins i Delfi:
1) Að hyggindi er rétta íslenzka orðið yfir 9póvr1a,!.c,
sézt á því, sem Aristoteles um hana segir (Eth. [rsyáXa, I, 35):
»9pov»)ff(.(j á við það verklega, þarsem velja á um hvað gjöra
skal eða eigi gjöra, og sem á voru valdi er að gjöra, eður
eigi gjöra. — Hún er ráðsmaðurinn, sem spekin hefir til að
ráðstafa verkunum og skipa fyrir«.
'ó*