Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1898, Síða 36
36
Réttvími er fegurst, fremst er heilsan,
að fd sinn vilja stœrst er unan.
því þetta sé allt vegur til sœ'u, en eigi sælan sjálf.
Menn hafa í kristnum sið brugðið hinum fornu
spekíngum um, að þeir eigi, líkt og kristindómurinn,
lögðu áherzluna á kærleikann, og er þetta að vísu
svo, en alit um það fer því fjarri, að þeir gleymi
honum; Aristoteles er eins og Platon margorður um
kærleikann og vináttuna (iptkía), en þeir telja liann sérí-
lagi með félagsdygðum, pólitfskum dygðum. Aðrir
kristnir rithöfundar liafa vítt þá fyrir, að þeir eigi
setji viljann í ondvegið. Eigi er heldur þetta alsatt.
Aristoteles segir gagngjört (Eth. Evd. II, 11): »Eigi
er það góða lofsvert, riema það sé vilja verk. Enda
lofum vér eða lostum alla lítandi fremur á viljann
og tilganginn, enn á verkið. En þar fyrir er atorka,
verknaður dygðarinnar ákjósanlegri. Sumir breyta
illa af nauðung, þó þeir ásetji sér það eigi. En —
með því erfitt er að sjá, hver viljinn og ásetníngur-
inn var, neyðumst vér til að dæma eptir verkunum,
hver maðurinu er. Því er atorkan (i því góða) á-
kjósanlegri, en viljinn, ásetníngurinn, tilgángurinn
hrósverðaru. Loksins slær heiðínginn í botninn
með þessum fögru orðum um brúkun heimsins gæða,
líkamastyrks og heilsu, auðæfa, vinsælda o. fl.:
»Sú eign og brúkun þessara gæða er bezt, sem mest
eflir skoðun guðs. En sú, sem sökum annaðhvort
skorts eða ofgnægta hindrar frá því að þjóna guði
og virða hann fyrir sér, er af hinu illa. Þá er á-
stand sálarinnar fullkomnast, og þá er hún réttast
sál, er hún sízt finnur til hins óæðra parts sjálfrar
sln, sem þviiíks. Og sé nú úttalað um, í hverju
hinn sanni drengskapur (xaXoxotyaíh'a) er fólginn og
hvert er mark og mið hins sanna góða«, eða sem