Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1898, Page 40
40
Korinþuborgar harðstjóri gaf Þrasybúlusi, er hann
spurði Periander ráða, hvað gjöra skyldi við hina
auðugustu, vinsælustu og voldugustu menn i borg-
inni. Periander fór með sendimanni út á akur, og
sló ofanaf öllum hæztu kornoxunum, en sagði eigi
eitt orð. »Eptir þessari bendíngu hafa skeljadómar
og útlegðir tíðkast í lýðveldunum og má eigi fremur
víta það, heldur en vér vítum þann málara, sem
eigi líður ofstóran fót, hversu fagur sem hann er, á
því dýri, sem hann dregur upp, eður þann skipa-
smið, er sér um, að stafn skipsins fari eptir stærð
þess, eður þann kórstjóra, sem bægir burt úr kór-
söngnum þeim söngvara, sem sýngur hærra og fagr-
ara en allur kórinn«. — Lýðveldin eru nú raargs-
konar, enda mun Aristoteles hafa kynnt sér flestar
stjórnarfarstegundir, sem til voru á hans tímum, og
er það mikil eptirsjón að allar þær 100—200 stjórn-
háttalýsingar, er hann hafði samið, skuli vera tap-
aðar; margra minnist hann stuttlega í lIoXiTixá, svo
sem Kritar, Lakedæmons, Karþagos o. fl., og hugg-
un er það, að rit hans um stjórnarfar Aþenumanna
(UoXtTsía ’Aflr(vaí«v) skuli loks vera fundið, þó bæði
vanti i það að framan og aptan. Einkennið á þeim
ölluin, sem og á frjálsborgaraveldinu, á nú jafnrétt-
ið að vera milli allra, eins hinna fjáðu einsog hinna
snauðu. En — með því hinir síðiirtiefndu eru fleiri,
en afl skal ráða, verða þeir voldugri. Ein tegund
lýðveldis er, að embættin eru bundin við vissar
tekjur, en stuttan tíma. 0nnur tegund, að allir borg-
arar, sem eigi eru ábyrgðarhafandi (cigi eiga eptir
að gjöra reikníng sinnar ráðsmennsku), séu kjör-
gengir til æðstu embætta, en lögin rddi. 0nnur teg-
und að allir borgarar hafi aðgáng til embætta, en
lögin rádi. Enn ein tegund, að öllu sje varið, einsog