Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1898, Page 42
42
embættin eru bundin við tiltekin efni. En bezt álit-
ur Aristoteles það mundi fara, að láta kjósa til em-
bætta, en binda þau eigi við tiltekinn efnahag.
0ðruvisiersjómanna-og verzlunarmannalýð varið; þeir
hafa optar tóm til, að flækjast í kríng í borginni, og
sækja þíng og dóma sér til dægrastyttíngar; því
skyldi aldrei halda þíng, nema bærdur séu með, og
þar sem þeirra afl ræður, er optast nær lýðveldi,
sem margt á skylt við beztumannastjórn. Somu-
leiðis er beztumannaveldið, t. d. í Lakedæmon, að
sumu leyti skylt góðu lýðveldi, t. d. í því að
allir úngir menn og sveinar matast saman, hvort
þeir eru fjáðir eða snauðir, að allir ganga eins klædd-
ir, að lýðurinn kýs í annað æzta embættið (öldúnga-
ráðið) en hefur aðgáng að hinu (umsjónarmennsk-
unni [áqpopsía]). Aptur er nokkurskonar fáveldisblær
á þeirra stjórnartari, að því ieyti sem kosníng rað-
ur hvervetna, en eigi hlutkesti, og að fáir, en eigi
margir dæma í lífs og útlegðarsökum. »En sé stjórn-
arfarinu vel komið fyrir, á hvorttveggja (beztumanna-
veldi og lýðveldi) að vera svo haglega samanskeytt,
að hvorttveggja og þó hvorugt komi fyiir sjónir, að
það bjargist vel sjálft, eigi á þann hátt að margir
séu utan valda, er völd girnast, heldur þannig, að
enginn flokkur borgaranna hafí freistíngu til að sækj-
ast eptir breytingu á stjórnarfyrirkomulaginiu. Það
rekur hér þá einnig að þvi, að það pólitiskt félag
er bezt, þarsem weéfl/flokkurinn er fjolmennur, og
þeim borgum er bezt stjórnað, þar sem hann er báð-
um hinum flokkunum yfirsterkari, eða að minnsta
kosti oðrum þeirra, svo að með hverjum hinna sem
hann leggst á eitt, þá skapar hann yfirburðina. En
þó »uinturnar yfirgángur auðmanna fremur stjórnar-
farinu heldur enn ágangur iýðsins. En þó þeir sem