Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1898, Page 43
43
skara fram úr að mannkostum, kynnu að hafa bezt-
ar ástæður til að gjöra uppreisn, þá gjöra þeir það
sízt. Hitt er satt, að fyrmeir urðu alljafna harðstjór-
ar úr lýðsæsendum. Kom það til af því, að þeir voru
þá jafnframt hershöfðíngjar (fremur enn mælsku-
menn), en nú, siðan að málspekin hefur tekið svo
miklum framförum, eru æsíngamennirnir helzt mál-
snilligarpar, en fákunnandi í hermálum, og þ/í
reyna þeir sjaldan, og þá eigi nema um stundar-
sakir, til að ásælast hið æðsta verklega vald í borg-
unum«. Einsog harðstjórarnir hafa smjaðursmenn
og snikjugesti, eins hafa lýðveldin sina smjaðrendur,
»því lýðæsandinn er lýðsmjaðrari«. A því hefur
mörgum lýðveldum orðið hált, að útbýta upptæku
fé milli dómenda af lýðnum; hafa menn ráðið bót á
því, með því að láta sektarfé renna í opinberan sjóð;
þetta gefur embættismönnum og oðrum eigi síður
aðhald, að forðast óréttvísi (því sektaðir verða þeir
eins eptir sem áður), en lýðurinn hefur enga freist-
ingu til að dæma i sektir, þegar hann hefur ekkert
upp úr þvf. — Líkt og Platon leggur Aristoteles
mikla áherzlu á uppeldið bæði í andlegum og likam-
legum efnum; en eigi þykir honum þörf á að stæla
eptir Spartverjum, þvi meiningin sje eigi að uppala
berserki né villudýr, heldur hrausta og jafnframt
bæði velinentaða og velsiðaða menn. Þetta eigi og
bezt við Grikki, sem búi hvort eð er milli suðurs og
norðurs, og í ollu leiti meðalhófsins, miðjunnar (to
^.sffov), enda séu þeir að eðlisfari bæði hugmenn og
hugsunarsamir (svð'’j[j.ot xaí ðtavoviTLKOÍ), »og sökum
þess lifi þeir frjálsir og þó undir beztu stjórn, og
væru færir um að ráða yfir ollum, ef þeir helðu eina
og somu frjálsborgarastjórn«. — Um uppeldi æsku-
lýðsins er hann fjolorður, og stefna haus jafnan sú,