Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1898, Síða 45
45
mentun og gríska siðu, en það gefur Plútark i skyn
(í æfi Alexanders), að Aristoteles og hans flokkur
hafi f'allið frá Alexander, eptir að hann tók upp
persneskar venjur, lét falla fram fyrir sér og gjörð-
ist harðstjóri, »hætti«, einsog Aristotelis að orði kemst,
»að vera einvaldur þjóðar sinnar vegna, enn fór að
brúka einveldið sér sjálfum í hag«. — Svo er einn-
ig að sjá, sem hann hafi áunnið það við Hermejas,
tengdaföður sinn, Atarnea harðstjóra, að hann gæfi
frá sér harðstjórnina; því með oðru móti er ómogu-
legt að skilja þann ymna, sem hann orti um Herm-
ejas, og leggur lofsorð á hann fyrir dygðir og mann-
kosti. Aristoteles gat eigi látið eptir sig liggja að
lofa neinn harðstjóra; meðan Alexander mikli var
konúngur (þauiXs'jL:) > orðsins góða skilníngi, meðan
hann, einsog í hinu nafnkunna bréfi til Aþenuborg-
armanna (Plut. Alex.), gat hrósað sér af, að hann
legði á sig alskyns þrautir vegna Grikkja og Grikk-
lands, var Aristoteles honum hollur og handgenginn,
en er hann hneigðist til munaðar og harðstjórnar
(rupawic) í Babylon, yfirgaf Aristoteles hann og snér-
ist jafnvel ámóti honum.
Hegel segir einhversstaðar: »um Philosoph zu
sein, muss man Alles wissen. und ich weiss so
ziemlich Alles«. Það skal nú látið ósagt, hvort hinn
þýzki heimspekíngur gat sagt þetta með sanni um
sjálfan sig; síður mundi það hafa verið raup, þó
Aristoteles hefði látið sér þetta um munn fara; því
hafl nokkur maður nokkurntíma verið fjölhæfur, jeg
hefði nærri því sagt alhæfur, og þekkt til hlýtar,
það sem menn á hans öld áttu kost á að þekkja,
þá var það Stageiritinn; en hann játar víða, að sín