Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1898, Síða 46
46
þekkíng sé ófullkomin, og meira að segja, að mann-
leg þekking hijóti að vera svo; segir jafnan, að
svona og svona sé það mdske (i'aoa), en staðhæfir
eigi. Jeg hefi nú reynt til að sýna frammá, hver
hann var sem hugsunarfræðíngur, og skarpleika
garpur í öllu því, sem undir hinni hreinu hugsun er
komið. En — eigi er hann síður merkilegur sem
reynsluspekíngur og náttúrufræðingur. Hann lét
sér eigi nægja, að vefa þánkavefinn útúr sjálfum
sér, að draga hugsanirnar upp á undan (n priori),
heldur fór hann reynsluveginn, rannsakaði allt, haf,
jörð og himin, jurtir og dýr, málspeki og skáldskap
með hinni mestu alúð og nákvæmni, ávann það við
Alexander mikla, að hann lét safna handa honum
dýrum og jurtum á herferðinni frá Ellipöltum til
Indlands, og sérilagi safnaði sjóforíngi Alexanders
Nearchos sjódýrum fyrir hann á siglíngu sinni suð-
ur með Asíuströndum. A dögum Pliniusar voru til
50 bindi af náttúrusöguritum Aristotelis, og er þá
síður kyn, þótt Alexander mikli, eptir því sem
Aþenæos (IX, 58) segir frá, hafi greitt Aristoteles
800 talentur, 3,200,000 krónur f vorum peníngum,
fyrir handritið. Nú eru aðeins eptir tvö, annað 1),
um parta dýranna, 7usp!. ?o'mv jj-opíov, 2), um hreifíng
dýranna (xsp'. ?wwv xivYj'aswc) og gang þeirra (tcsp!.
Ttropsíap £wov) 3), um getnað og fæðíng dýranna (7tspí
?wwv ysvs'cswc); hitt sögur dýranna (rcsp!. £owv Cavopíai).
Þá er einnig ritgjorðin um það sem fyrir ofan
oss er (p.sTswpoXoYt.xá): veður, vinda, eldingar, reið-
arslög, regnboga, vigabranda o. fl, sem og orsak-
irnar til seltu sjáarins, o. s. frv. og loksins 7tpoÉ5V»]'[j.aTa,
spurningar og tilgátur heilsu og lækningum, lyfjum,
garð- og aldinayrkju, skilningarvitum, sálargáfum,
geðsmunum o. m. fl. viðkomandi. Hér einsog ann-