Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1898, Síða 48
48
vitnað sem vott þess, að Stageirítinn fari með hé-
góma, og bætir hann hér þó sjálfur við gagngjört:
»er þetta eigi skröksaga, heldur sannindi«. En —
hvernig fór? Þegar menn á hinum síðustu árum
aptur fóru að rannsaka uppsprettur Nílfljótsins,
fundu menn Pygmæa Aristotelis, og einmitt á þeim
stað, sem hann tiltekur (Livingstone, Stanley). Menn
höfðu gleymt, að Alexander mikli á herferðum sín-
um mun hafa gjört út menn frá musteri Júpiters
Ammons í sunnanverðu Eygptalandi til þess að leita
að uppsprettu Nílar, og þeir sögðu tyrstir til Pyg-
mæanna. Svona er ekkert nýtt undir sólinni! Þar
sem jafn sannleikselskandi og nærfæririn hofundur
einsog Aristoteles á í hlut, er því varlegra að
rengja hann eigi að ósonnuðu.
Það er eðlilegt, að í lýðveldum, sérílagi þar
sem margir sátu dóma, einsog i Aþenuborg og víð-
ar á Grikklandi, þar var mikið undir mælsku og
málspeki komið; þar var áríðandi að hafa haga
túngu til að sannfæra, og mæla hughvarf. Enda
skapaðist fljótt hjá Grikkjum málspeki, og var þar
bæði kend og æfð, sem onnur list, i skólum hinna
svokölluðu rhetora. Sófistarnir voru eflaust lengra
komnir í þrætnismentinni (s’ptffTixTj') þar enn annars-
staðar, og um málspekina sérílagi höfðu þeir Korax
og Þeodektes samið rit, sem Aristoteles vitnar til,
en sem nú eru týnd, að oðru enn því, sem hann
hefur eptir þeim í styttri rhetorík sinni, er stíluð er
til Alexanders mikla. Hann hefur sem sé einnig
samið aðra lengri; hann gat hvort sem er eigi
sleppt eða undanfellt neitt, sem mannshugurinn nær
yfir: — »Allir eru upp á vissan máta hluttakandi