Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1898, Síða 49
49
bæði í sönnunarfiæði (StaXsx-rixifí) og málspeki, því
allir reyna meir eða minna til að rahsaka og fram-
fylgja hugsunum, sem og til að verja hendur sínar
og kæra aðra. Sumir gjöra þetta af handahófi, aðr-
ir aptur á móti með ástundun og vana. En fyrst
gjöra má það með hvortveggja móti, þá er og aug-
Ijóst að visa má veginn í þessu Er því líklegt, að
sýna megi framm á orsökina til þess, að bæði þeir
æfðu og óæfðu ræðumenn verða stundum ofan á;
en sú rannsókn er starf listarinnar. — —« A oðr-
um stað bendir hann á, að með þvi málið er mann-
eskjunni gefið frammyfir oll onnur dýr, þá hljóti líka
að vera almenn lög og reglur fyrir réttri og snild-
arlegri brúkun þess. Aherzluna leggur hann á það,
sem auðvitað er í sjálfu sér, að ræðumaðurinn eigi
að haga svo hugsunum, orðfæri, framgöngu, o. s.
frv., að hann geti sannfært þá sem hann talar til.
Ræðunum skiptir hann í tvo höfuðflokka, málfærslu-
ræður og þíngræður, og tekur fram, að haga verði
þeim sinum með hverju móti, því það sé sitt livað
að tala til dómara, sem fylgja eiga logunum, eða til
þíngheims, sem fylgi þvi, er honum líkar bezt 1 það
og það skiptið. A fyrri staðnum, fyrir dómi, sé það
eigi höfuðatriðið, að vekja tilfinníngar dómendanna,
svosem reiði, meðaumkvun, o. a. þ., og fyrir sumum
dómum, t. d. Areopagos, sé það harðlega bannað;
heldur eigi að kosta kapps um að sanna, að það
verk, sem um er að ræða, sé samkvæmt lögunum,
þegar mál er varið, eða að lög séu brotin, þegar
mál er sókt. Annað mál er á þlngi. Þar er mest
undir þvi komið, að ræðumaðurinn tali ljóst, skipu-
lega, og hneigi til sín hugi áheyrendanna, gjöri þeim
málefnið ljúft, eður að minnsta kosti aðgengilegt.
4