Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1898, Qupperneq 50
M
Fyrst ríður á að framsetja höfuðefnið stutt en þó
greinilega, þá styrkja það með dæmum og jaf'nvel
dæmisögum, brýna það fvrir þeim með rökstuddum
hugvekjum (svO"j;j.Yi';j.aTT) um hvað nauðsynlegt sé
eða þá gagnlegt, sómasamlegt og ljúft f því tilfelli,
sem fyrir liggur, hvað gott hljótist af að samsinna
honurn, hvað illt af því að hafna ráðum hans, og
loksins benda á hvað þeir sjálfir, eða aðrar máls
metandi þjóðir, í líku tilfelli hafi gjört, ef þetta er
eða var sama eða líkt því, sem hann leggur til þeir
álykti. Þá vill Aristoteles láta ræðumanninn gjöra
fyrir fram ráð fvrir þeim mótbárum, sem hann ann-
aðhvort hefur heyrt, eður hann býst við að fram
muni koma gegn tillögu sinni, og hrekja þær eptir
föngum, »þvf«, segir hann, »það tekur broddinn jafn-
vel frá gildum mótbárum, þegar ræðumaðurinn
svosem 1 hjáverkum er búinn að gjöra ráð fyrir
þeim og andmæla þeim; áheyrendurnir eru þá við-
búnir, þegar þær koma fram hjá mótpartinum, og
hafa þær þá mist mikið af þeim fyrstu áhrifum«.
Ræðan á hvorki að vera stutt né afarlöng; meðal-
hófið (r[ [í.&go'z7\;) er bezt hér sem hvervetna. Orð-
færið á að vanda, sneiða hjá ósæmilegum orðum og
skattyrðum, en góð eru hnyttiyrði, þar sem þau
koma eðlilega, einsog hjá Perikles og Ifikrates; til
þeirra vitnar Aristoteles optast, en sjaldnar til De-
mosþenesar. Hann er nokkuð fjölorður um, hvernig
byggja eigi og niðurskipa ræðunni og leggur mikla
áherzlu á, að þráðurinn sé aldrei látinn slitna, svo
áheyrendur aldrei villist á hver sé mergur málsins
og meining orðanna. Að endíngu brýnir hann fyr-
ir Alexander (því i hinni lengri málspeki finnst
eigi þetta smiðshogg): —
»En það er eigi nógaðvanda ræðu sína. Það