Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1898, Side 51
51
þarf engu siður að vanda ráð sitt og liferni, og
prýða það þeim hugsjónum, sem fram hafa verið
teknar. Því vandað háttalag styður að þvi að geta
sannfært aðra, með því það ávinnur manni góðan
orðróm. Er því rétt að skipa breytninni eptir því
sem mentun og uppeldi mælir fyrir, og hafa það Í
fyrirrúmi, sem fremst á að vera, þá hið annað,
þriðja og fjórða, og svo taka sjálfum sér snið eptir
þessu, álíka og jeg í inngánginum minntist á með
tilliti til áheyrandanna. Muntu þvi búa vel í hag-
inn fyrir þig, ef þú stendur stoðugur við skoðanir
þínar, ert vinfastur alla stund og lætur ásjást, að í
hverju, sem þú tekur fyrir, breytirðu eigi til, held-
ur ert stoðugur við hið sama. Þá munu menn gefa
orðum þínum gaum, er þú höndlar mikilvæg og fog-
ur málefni, sem almenning varða. Og þegar menn
eru fyrst orðnir þér hlynntir, þá trúa þeir því, að
þau verk og áform, sem þú staðhæfir muni verða
til þess að bægja illu frá, en efla heillir, muni og
efla sinn hag, en að þeim verkutn og áformum eigi
að visa á bug, sem þú telur muni leiða til hins
gagnstæða. Og á líkan hátt, sem framsaga máls á
að vera fljót, ljós og trúverð, eins eiga verkin að
vera. Fljótast muntu framkvæma verkið, ef þú
keppist eigi eptir að gjöra allt í einu, heldur fyrst
það sem fyrst á að vera, og þá hvað af oðru; hreint
og ljóst, ef þú fer eigi ofsnemma útí onnur fyrir-
tæki, áður enn þú ert búinn að leysa hið fyrra af
hendi. Trygg og traustverð er breytni þfn, ef þú
gjorir ekkert á móti eðli þinu, og þaraðauk ef þú
lætzt eigi vera bæði vinur og óvinur somu manna.
Roksemdirnar brúkum vér á þá leið, að þar sem oss
brestur eigi þekkíngu, þar neytum vér hennar til
4*