Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1898, Page 54
54
Karþagomanna við Sikiley, án þess þáðar þessar
orustur hnigi að sama augnamiði, eins skeður margt
hvað eptir annað í rás tímans, án þess það stefni
að sama marki og miði. — — I þessu sem oðru
kemur Homer guðdómlega fram — —«. Hann tók
ekki fyrir sig allt Trjóumannastríð, heldur einn
kafla (reiði Akkilesar) og eigi heldur alla æfi Odys-
seifs, heldur lítinn part, raunir hans og hafvillur,
frá þvi hann fór frá Troju, til þess hann kom heim
og vann á biðlum Penelopu.
»Gleðileikurinn er nú, einsog áður var áminnst,
eptirstælíng eptir síðri mönnum en þó eigi í hvers-
kyns vondsku, heldur þeirri, sem snýr hinu hlægj-
lega fram. Því hió hlægilega er nokkurskonar galli
eður yfirsjón, Ijótt án þess að valda sorg eða þján-
íngu eða tjóni, einsog sjá má á andliti, sem afmind-
að er og afskræmt án sársauka«. — »Sorgarleikur-
inn er eptirstælíng eptir umfángsmiklu, alvarlegu og
fullkomnuðu verki (eða atburði) 1 vönduðu máli, með
tilbrevtíngum sem við eiga í hinum ýmsu pörtum
hans (kór) — og sé verkið framið, en eigi frá því
sagt, en framkvæmi fyrir meðaumkvun og ótta
hreinsun (xáfi'apaw) þvílíkra geðshrærínga«. Ketnur
þessi einskorðun alveg heitn við orð Goethes, *að
með því að yrkja utn ástir og sorg, losaði htmn sig
við þær, og hreinxaði sig af ástríðunum«. Þá út-
heimtist að persónurnar í sorgarleiknum komi fratn
með ákveðnutn skapsmunum og liugsunarhætti, sem
ávallt sé sjálfum sér stunkvæmur, því undir honum
í sameiníngu við atburðina eru afdrif þeirra komin.
Hjá sumum skáldum eru sem sé atburðirnir vel
tengdir, en hugsunarháttar lýsfngunni er ábótavaut,
líkt og hjá málurunum, »Polygnotos var ágætur siða-