Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1898, Síða 57
57
sérilagi réttvísi), og eigi heldur hrapar úr haraíngju
í hamingjuleysi sökum mannvonsku, heldur fyrir
einhverja yfirsjón, en sem jafnframt er maður í
miklu áliti og hefur áður átt miklu láni að fagna,
svosem Oidipús og Þyestes, og onnur mikilmenni af
þvilíkum ættum. Eigi á lieldur inntak sorgarleiks-
ins að vera samskeytt eða tvöfalt í þeira skilníngi,
sem sumir vilja (að hetjau sem sé fyrst hreppi ólán
eptir lán, en slðan flj tji úr ógæfu í gæfu), heldur á
hann að missa hamíngjuna, eigi fyrir vonzku sakir,
heldur fyiir mikið slys og greypilega yfirsjón.«> —
— Segir Aristoteles við þetta tækifæri sama og
margir hinna gömlu Grikkja ætluðu, þvert ofaní
skoðun hinna nýrri fagurfræðinga, að Evripides sé
mestur af sorgarleikaskáldum Grikkja (xávTuv xpayt-
xuraTo;) »þótt hann ef til vill eigi búi sem bezt um
sumt«. Þó rétt sé að láta hið óttalega og aurakv-
unarverða koma fyrir sjónir áhorfenda, þá er þó enn
betra og skáldlegra að láta það koma fram í sjáltu
sambandi sorgarleiks atriðanna, svo þessar tilfinn-
íngar kvikni, þó ekkert óttalegt beri fyrir augun.
Raunar liöfnuðu Grikkir þeim óskáldlega og þjösna-
lege sið, að láta einn vega annan fyrir augum áhorf
enda, en kórinn var látinn heyra það og sjá, og
aptur tilkynna það áheyrendum, en þetta líkar Arist-
oteles miður, heldur enn að láta það með nauðsyn
1) Af þessari ástæöu hefur þuð aldrei tekist, að gjöra
frelsarann eða píníngarsöguna að sorgarleiksefni; hann var of
hafinn yfir mannlegan breiskleika, og honum varð ekkert á.
Aptur er Satan of stórkostlega vondur fyrir sorgarleikinn og
jafnvel fyrir allan skáldskap, hvað sem um Miltons tilraun
má segja. En — meðal-drísildjöfull, einsog Mefistofeles er
mátulegur.