Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1898, Side 58
58
skiljast af samhenginu, að svo hijóti að verða. Hann
tilfærir nú, að vanda, mörg dæmi sem oss eru lítt
skiljanleg, með því flestir þeir sorgarleikir, er hann
vitnar til, eru týndir. Loksins brýnir hann fyrir
skáldinu, að skáldlegra sé að velja sér hið ómogu-
lega, ef trúlegt er, heldur en það mögulega, en ó-
trúlega*. Hér er sjálfsagt mest undir því komið,
hvað hann meinar með því »ómögulega«; því sé það
fyllilega ómogulegt, verður það valla :>trúlegt«.
Jeg fefi nú eptir föngum iýst kenníngum þess-
ara tveggja mikilmenna heimspekinnar, þótt eg
hvorki hafl gjört það eins vel né greinilega, einsog
þeir eiga skilið og jeg hefði óskað. Hef eg þó sér-
ílagi verið nokkuð langorður um Aristoteles, sem
Curtius, hinn þýzki sagnaritari, með réttu segir um,
að sé svosem ágrip allrar hinnar grísku menntunar,
og eigi aðeins það, heldur »hafi Grikkland átt Arist-
otelesi fremur að þakka hin andlegu yfirráð, sem
það fékk yfir heiminuin, heldur en lærisveini hans
(Alexander mikla)«. (Curtius, Griechische Geschichte
III, 747). En — svo ófullkomin sem þessi lýsíng er,
þá mun þó mega svo mikið ráða af henni, að einsog
Platon með skáldlegum spádómsanda jafnan sá hið
rétta, þá ransakaði Aristoteles vandlega og stráng-
lega bæði hið almenna og hið einstaka með óþreyt-
andi ástundun, hugsaði það og greindi með frábæru
hugsunarafli og sleppti. engri hugsun ótæmdri, og
hafl hinn fyrii eigi ávallt verið nægilega var um sig
gegn mögulegum og jafnvel liklegum mótbárum, þá
hefur hinn siðari máske stundum leitað vel mikið í
krlng um sig, svo lesarinn á sumum stöðuin á erfitt