Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1898, Qupperneq 59
59
með að fylsja. þræðinum hjá honum. Hann leitar
allan grun af sér um, hvar mótbáru megi finna, en
það er ástundum löng leit. Og að því búnu er hann
aptur svo gagnorður, að nokkra æfíngu þarl til þess
að fylgja honum. Það sem, auk margs annars, sérí-
lagi er aðdáanlegt hjá honum, er að hann fer aldrei
með lesarann útí þánkaþokur; loptið er hreint og
mikið víðsýnið; allt er glöggt og greinilega skýrt,
orðfærið frábært að Ijósleika, og hve vel það fer
hugmindinni. Með því jeg halði opt, áður enn eg
fór að kynnast honum, heyrt það sem J. de Maistre
segir hér að framan, að rit hans séu illa útgefin og
allvíða afbokuð, þá trúði jeg þessu, og kenndi því
um, þarsem jeg eigi skildi; en er jeg las í annað
og þriðja sinn, þá fann jeg víða góða og einmitt þá
réttu meiníngu, það sem hann auðsjáanlega vildi
sagt hafa. Það er kunnugt, að því lengur sem mað-
ur i heiðu haustlopti horfir uppí himininn, þess fieiri
stjörnur sér maður. Likt er Aristoteles varið; því
optar sem maður les hann, því fleiri sannindi flnnur
maður. Enda mun það vera hofuðeinkenni mikilla
rithöfunda, að maður þreytist aldrei á að lesa þá,
því þeir gefa eigi aðeins huga og hugsun lesarans
nóg að starfa, heldur kveikja þeir og vekja einnig
nýjar hugsanir hjá lesaranum sjálfum, svo hann
framleiðir, jafnframt þvi hann tekur á móti. Þessir
rithofundar, munu vera teljandi; fleiri eru hinir, sem
skílja eptir tómleik í sálunni, þegar við þá er skiiið.
Til hans er jeg sannfærður um, að hver og einn
hveríur aptur, sem einusinni hefur sótt hann heim.
Hin andlega gestrisni og góðgjörðasemi er svo mik-
il. Og i staðinn heimtar hann eigi annað, en eptir-
tektasemi og í fyrstu nokkra þolinmæði, meðan
maður er að kynnast oitfæri hans. Jeg hefi nú hér