Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1898, Side 61
61
listaverka fornaldarinnar, svo haft er eptir Michel
Angelo, er menn dáðust að mindastyttum hans, »jeg
hef gott af þvi, að þið þekkið eigi Feidias og Prax-
iteles«, sama er að segja um byggíngarlistina, að,
þegar gotneska stílinn líður, þá er hún, einsog hún
er sig til frá Grikkjum og Rómverjum. Og á þess-
um grundvelli ætla nú margir, og, einsog vant er,
helzt þeir, sem minnst þekkja hann, óþarft að
standa. Þeir gleyma því, að jafnvel sú litla ment-
un, sem þeir sjálfir hafa, þeim sjálfum óafvit-
andi, er af þessum rótum runnin. Hitt hafa
þeir að líkindum aldrei vitað, og þvi neldur eigi
getað gleymt því, að málfræði, læknisf'ræði, nátt-
úrufræði, stjörnufræði og stærðfræði vorra tíma
er á þessum grundvelli byggð. Hinir fyrstu mál-
fræðíngar og grammatici voru grískir; faðir íæknis-
fræðinnar, Hippokrates, var grískur, eigi aðeins í
þeim skilníngi, að hann var einn hinn fyrsti læknir,
sem ritað hefur vísindalega um lækningar, heldur
og svo að skilja, að meginreglur læknisfrædinnar
(hentugt mataræði, hreifíng, núníngar, [massage])
stafa frá honum, sem og frá Platon (Timaios) og
Aristoteles, er allir þrír hafa þetta í fyrir
rúmi fyrir meðalabrúkun. Bretar brúka enn þann
dag í dag kennslubók Euklidesar í stærðfræðinni,
og á Archimedes þarf engan að minna. En —
sé nú þessu svo varið i því er til hinna ein-
stöku vísindagreina kemur, þá er sá munurinn,
hvað heimspekina snertir, að án Grikkja væri eigi
aðeins engin nýrri heimspeki til, heldur er óhættað
fullyrða, að enginn hinna nýrrierbúinn að ná þeim.
Þetta er heldur eigi eins kynlegt, einsog það í fyrstu
lítur út fyrir. Grikkir höfðu reglulega heimspeki-