Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1898, Side 62
62
skóla i Elis, Kyrene, Sikiley og Suðurítalíu og við-
ar og í Aþenuborg einni fjóra: Akademfa, Lykeion,
Kynosarges, Stoa, þar sem einn kennarinn í sam-
fellu tók við af oðrum og heimspekileg mentan var
haldin hverjum mentuðum manni nauðsynleg, i
hverri stoðu sem hann var, eigi líkt og nú, sem
nokkurskonar forspjallsvísindi, er menn flýta sér að
gleyma, þegar búið er að taka prófið, heldur sem
undirstaða undir lffinu og lífsstarfinu; menn lærðu
þá heimspeki, einsog menn nú nema, eða ættu að
nema kristindóm sinn. Því lætur Platon Sokrates í
Fædros (270, A) segja um Perikles, »að fyrir um-
gengni við spekínginn Anaxagoras, hafi hann orðið
sá maður, sem hann varð, með því hann úr kenn-
ingum Anaxagorasar dró það inn í málsnild sina,
sem við átti«. Heimspekin var því í heiðri höfð
bæði af æðri og lægri; stöðugt tækifæri gafst ti! að
verja skoðanir sfnar og hrekja kenníngar annara,
þvf ólikir og andstæðir heimspeki-skólar voru þar
samtíða og samhliða; það var tfðska að koma saman
bæði f skólunum, heimahúsum og gatnamótum til
þess að ræða heimspekileg málefni, og þótt margt
væri ritað, þá heldur Platon (sbr. Faidros) ávallt
fram þvf lifanda orði, einkum f samræðuformi; við
það óx líf og hreiffng f heimspekilegum ransóknum,
og þegar sá rétti tfmi og rétti maður kom, spratt
upp ný kennfng, er tók þeim eldri fram. í kristn-
um sið hefur þvf hingað tii verið oðruvísi varið;
heimspekin yfirhofuð höfð í hjáverkum, því lltil
hvöt er fyrir menn að leggja sig eptir henni, með þvf
það og er starf, sem eigi erhlaupiðað. Hafaþeirein-
stöku heimspekfngar hins kristna tíma sprottið upp
með löngu millibili, og sjaldan, af þeim sem nokk-
urt mark er að, fleiri enn einn í senn. Sú eina