Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1898, Qupperneq 64
einsog þeir að likindurn framvegis munu verða,
meistarar og fyrirmind í sonnunaraðferðinni eða
dialektik.
Allt um það gefur að skilja, að uppgotvanir
hinna nýrri tíma hafa stórum aukið reynsluna síð-
an á Grikkja old, bæði í stjörnufræði (þeir þekktu t.
d. eigi Uranus og Neptúnus), eðlisfræði, efnafræði
og náttúrufræði (Grikkir þekktu eigi tropisku, hvarf-
bauga löndin), landafræði (þeir vissu lítið meira í
henni, en það sem þeir höfðu frá Phoenikum), jarð-
fræði o. ff. Þeir höfðu eigi leiðarstein (þó þeir
þekktu segulinn) né sjónauka, eigi púður (þó þeir
hefðu gríska eldinn), eigi prentverkið, eigi málþráð,
Ijósmyndir, né hljóðbera, en sérílagi skorti þá að
ollum likindum að miklum mun bæði tilfæringar og
þekkíngu á efnunum, söltum, sýrum, o. s. frv., þó
þeir á hinn bóginn væru komnir lángt í meðala til-
búníngi af jurtum. Svo, ef forsjónin einhverntíma
vekur upp spekíng, með hugsunarafii og skarp-
skygni Aristotelis, mun mikils mega vænta af hon-
um, og sjálfsagt meira enn af Stageirítanum. En
— að hugsa rétt og skarpt mun aldrei lærast betur
af neinum, enn honum.
Mér hefur gengið tvennt til, að láta þessa rit-
gjörð frá mér fara, bæði það, að benda hinum
ýngri, sem farnir eru, surair hverjir, að virða klass-
ísku málin vettugi, á það, hverjir fjársjóðir eru
fólgnir i hinni grisku menntun, og eru þeir eigi
fyllilega aðgengilegir nema gegnum gríska tungu,
og þá einnig hitt, að jeg vildi vekja hjá þeim löng-