Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1898, Page 67
67
köJluð runnur. Runnurinn kvíslast í margar greinar
þegar við rótina. Þá er kallað kjarr, er margir
runnar standa hver við annan og þekja þannig nokk-
urt svæði.
Skógartrjen eru oft afarhá og mjög limamörg.
Limarnar kvíslast venjulega í allar áttir út frá efsta
hluta stofnsins og limið hvílir því yfir stofninum
eins og hjálmur eða króna, hin svo nefnda limkróna.
Þegar trjen standa þjett, ná limkrónurnar saman og
eru oft samflæktar. Þá er lim margra trjáa flækist
þannig saman, verður það nokkurs konar þak, lim-
þak, er hvílir á hinum háu stofnum. Limþakið er
misjafnlega þjett, en mjög þjett er það, ef limarnar
eru þjettblaðaðar. Limþakið ver ljósinu skóginn, og
því er oft hálfrökkur um hábjartan daginn í lauf-
miklum og þjettvöxnum skógum. Þetta hefur hina
mestu þýðingu fyrir undirgróðurinn i skógnum. Það
er kunnugt, að grænar plöntur geta ekki þróast í
myrkri. Jarðvegurinn í þjettum og skuggamiklum
skógum er því annaðhvort algjörlega ber eða þak-
inn hrönnum visnaðra blaða. Þó er í þjettum lauf-
fallsskógum nokkur gróður snemma á vorin, áður
en limarnar laufgast, því þá kemst ljósið inn í skóg-
inn. En jafnótt og limarnar laufgast, þverr ljósið
inni í skógnum, og þá er trjen eru allaufguð, er
rökkurbirtan komin, og hverfur þá vorgróðurinn.
Um hásumarleytið er því skógarjarðvegurinn ber;
en á haustin vaxa þar undur og ódæmi af sveppum.
Sveppirnir þróast vel, þar sem jurtaefni rotna, og
geta lifað án birtunnar. Þannig btur út 1 skugga-
rikum skógum. Trje þessara skóga kalla menn
skuggatrje, af því þau geta þróast í skugganum.
Ungviðið þróast í skugga stóru trjánna (beyki, greni).
Oðru máli er að gegna um hin svonefndu ljóstrje
5*