Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1898, Side 69
69
tíminn. Korklag það, er klæðir stofnana að utan,
skýlir þeim i næðingum vetrarins, en yngstu greina-
endarnir, brumið, eru vafðir þjettsettum smáblöðum,
er skýla þeim að vetrinum, en falla af er brumið
vex á vorin. Allan vetrartímann eru trjen aðgjörða-
laus, eru í dvala; en er vora tekur, fer brumið að
gægjast út úr hýðinu og blöðin vaxa óðum. Þá er
dvalinn á enda og starfstimi þeirra kominn. Starfs-
tíminn er mislangur og fer eftir því, hvað sumarið
0
er langt. Sá tími, er trjen eru iaufguð, er þvi mis-
langur, 5—8 mánuðir. Sem dæmi nefni eg að eins
beykiskóg, eikiskóg og birkiskóg.
Beykiskógar eru t. a. m. mjög viða í Danmötku.
Beykið er skuggatrje, með háum, beinum, ljósgráum
stofni; en efst stór, skyggjandi limkróna. Blöðunum
er tvíraðað á limarnar og sökum þess bera þær meiri
skugga. Limkrónan ver ijósinu að komast irn í
skóginn, og er því að eins rökkurbirta þar sem
skógurinn er þjettur, og eigi byggilegt fyrir gróður
f jarðveginum. Undirskóg vantar með öllu. Jurta-
gróðurinn er fátæklegur 'og sjest að eins hingað og
þangað, þar sem geislarnir geta stolist milli hinna
þjettblöðuðu lima inn í skóginn. Helstu jurtirnar
eru: asperula odorata, oxalis acetosella, anemone
nemorosa, mercurialis perennis, melica uniflora og
milium effusum. Að mestu er þó þessi gróður vor-
gróður og lifir hann góðu lífi, meðan trjen eru að
laufgast, en eftir það helst hann einungis við hingað
og þangað, þar sem einhver glæta getur komist að.
A haustin er mjög mikið um sveppi í birkiskógin-
um. Moldin í jarðveginum er hrjónungsleg og augótt,
og nóg er þar af ánamöðkum. A sumrin liggja
hranmr af visnuðum blöðum á jörðunni hingað og
þangað. Innanum hrannirnar eru oft ávaxtahýði