Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1898, Page 70
70
og ungar beykiplöntur raá oft sjá þar nálega á öll-
um aldri.
Eikiskógur. Eikin (quercus pedunculata og sessi-
liflora) er ljóstrje. Greinar hennar eru kræklóttar,
og eigi hefur hún eins þjetta limkrónu og beykið.
Ljósið á því miklu greiðari götu gegn um limþak
eikarinnar. Gróðurinn á skógarjarðveginum er því
miklu meiri. I eikiskógnum er ávalt undirskógur,
oft kjarr og þess utan oft mjög blómlegur jurta-
gróður. Oft er eikiskógurinn blandaður. Þannig vex
linditrje, hlynur, ösp, álmur o. fl. i eikiskógunum í
Austurríki. I Danmörku var áður miklu meira um
eikiskóga, en nú sjest að eins einstaka eik hingað
og þangað. Beykið hefur útrýmt eikinni. Það hefur
verið tekið fram. að beykið er skuggatrje en eikin
Ijóstrje. Beykið þróast því mjög vel í skirgga eik-
arinnar, en eikin þolir ekki skuggann. Þegar því
ungar beykiplöntur komast í eikiskóg, þróast þær og
margfaldast ágætlega vel í skugga eikarinnar og
drepa um leið hinar ungu eikur, er eigi lifa i skugga
beykisins. Þegar beykitrjen hafa náð svipaðri eða
meiri hæð en stóru eikurnar, hefur beykið algjörlega
sigrað. Eikln þolir ekki skuggann og deyr. Beykið
laufgast einnig fyr á vorin en eikin, og er það rnjög
skaðlegt fyrir eikina.
Birkiskógur. Birkið (betula odorata og verru-
cosa) er ljóstrje. Það vex í klettaskorum, leirkennd-
um og malarblendnum jarðvegi, rökum inoldarjarð-
vegi og jafnvel i mýri Það er því ekki háð nein-
um sjer.stökum jarðvegi. Undirgróður birkiskóganna
er mjög mismunandi, og fer það mjög ef'tir jarðveg-
inum, en oftast er gróðurinn þó rikulegur, því ljósið
hefur greiða götu milli greinanna. Of't er undirgróð-
urinn samhangandi grasengi, en stundum lynggróður.